Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 179
BJaRnI M. BJaRnaSOn
258
því verður umræðan framandleg fyrir nútíma lesendum, þó hún kunni að
hafa verið eðlileg í upprunalegu samhengi sínu.
Sú margvíslega viðleitni á fyrstu áratugum tuttugustu aldar til að sam-
ræma trú og vísindaleg vinnubrögð skilaði að lokum litlu: „Sálarrann-
sóknirnar hafa ekki skilað þeim niðurstöðum sem Haraldur og félagar hans
vonuðust eftir að mundu renna stoðum undir starf kirkjunnar og framfarir
í guðfræði.“79
Sem fyrsti sálfræðidoktorinn er Ágúst einstakur en sem borgari í landinu
er hann almennur þátttakandi í andrúmi þar sem íslensk borgarastétt er að
myndast og móta sín gildi, ekki síst í gegnum dulspekina. Inn í sjálfsmyndar-
sköpun borgarastéttarinnar blandast sjálfsmyndarleit þjóðar í baráttu fyrir
auknu sjálfræði en efnivið í slíka sjálfsmynd má finna í þjóðlegum arfi:
„Undir þessum hugarheimi borgaralegrar smekkvísi má þó jafnframt greina
leit að tengingu við líf íslenskrar alþýðu fyrr á tímum.“80
Þáttur Ágústs í þessum hræringum er í senn að reyna að láta vísindalega
orðræðu mæta hinum þjóðlegu og trúarlegu í texta sem við samþykkjum
sem eðlilegan og skynsamlegan. Hann kappkostar með alþýðlegri vísinda-
legri orðræðu síns tíma að koma til móts við þjóðlegan sagnaarf,81 alþýðutrú
á drauma, og trúarlega heimsmynd með því að reyna að sanna tilvist sálar-
innar. Ef hann væri skoðaður sem dulspekingur þá mætti líta svo á að með
bókinni um Drauma-Jóa hafi hann þjónað hlutverki dulspekinnar ágætlega
ef gengið er út frá hvert Kocku von Stuckrad telur það vera; „er dulspekin
mikilvægt svið innan hugmyndaheims nútímans, sem felur í sér margbrotna
orðræðubundna miðlun milli ólíkra sviða evrópskrar menningar, einkum á
milli sviða trúarbragða, náttúruvísinda, heimspeki, bókmennta og lista.“82
Rannsókn 3
Þegar Drauma-Jói, áhrif hans á samfélagið og rannsóknarsagan í kringum
hann er könnuð, þá er viðfangsefnið jafn áhugavert hvort sem hann bjó í
reynd yfir sérstakri draumgáfu eða ekki. Með sögurnar af honum í huga má
vel gaumgæfa myndun helgisagna, hvernig þær verði til, og hvernig þær
79 Pétur Pétursson, „Inngangur“, Það er yfir oss vakað. Valdir kaflar úr ræðum séra
Haralds Níelssonar, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999, bls. 7–33, hér bls. 26.
80 Sama rit, bls. 259.
81 Fyrir utan að sögusafnið um Drauma-Jóa er gott dæmi um safn alþýðufrásagna, þá
vitnar Ágúst í Þjóðsögur Jóns Árnasonar þegar hann tekur dæmi um menn sem búið
hafa yfir fjarvísi í gegnum tíðina: Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 10.
82 Vitnað eftir: Benedikt Hjartarson, „Bak við skýlu skilningarvitanna“, bls. 254.