Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 82
KóRaLÍNa OG MæðUR HENNaR
85
enda og aragrúa verðlauna og viðurkenninga. En hún var líka gagnrýnd
fyrir að hræða börn og vera óhollur lestur fyrir þau. Þessari gagnrýni svaraði
Gaiman fljótlega og sagðist fá tvenns konar viðbrögð við bókinni. annars
vegar frá fullorðnum lesendum sem hefðu lesið hana sem hrollvekju, orðið
hræddir og fengið martraðir. Þeir töldu hana alls ekki vera fyrir börn. Hins
vegar frá börnum sem lásu hana sem ævintýri eða fantasíu, urðu ekki eða
lítið hrædd og fengu engar martraðir.13
Í upphafi bókarinnar flytur Kóralína með foreldrum sínum í gamalt, stórt
og afskekkt hús, bleikt á litinn. Það reynist búa yfir leyndardómum og íbúarnir
sem fyrir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Þeir eru tvær fyrrverandi
sirkuslistakonur, sem kalla sig leikkonur, fröken Frökk og fröken Jónka og
í risíbúðinni býr eldri maður sem kallaður er Bóbó. allt er framandlegt í
augum Kóralínu og sviðsmyndin til reiðu búin fyrir hrollvekju. Hún opnast
svo í frásögninni þegar í húsinu reynist vera „annað hús“ eða annar heimur
sem speglar heim Kóralínu og foreldra hennar. Bleika húsið reynist þannig
eiga margt sammerkt með reimleikahúsum sem Sigrún Margrét Guðmunds-
dóttir fjallar um í nýlegri doktorsritgerð sinni og skilgreinir svo:
Sögur um reimleikahús fjalla nánast alltaf um eitthvað úr fortíðinni
sem ásækir íbúa hússins. Draugagangurinn verður ekki stöðvaður
fyrr en skýringin finnst og tiltekin leyndarmál, til dæmis óupp-
gerðar sakir eða ranglátur dauðdagi, eru dregin fram í dagsljósið.14
Reimleikahúsið er þannig vettvangur siðferðilegs uppgjörs, yfirnáttúrulegar
verur vilja hefnd vegna níðingsverka sem framin hafa verið í húsinu. Oft eru
fórnarlömbin börn. Í sögunni eru illvirkin upplýst og hinum seku refsað,
oft með miklum fórnarkostnaði fyrir söguhetjuna. ótti hennar við illskuna
og efinn um hvað hún er og hvaðan hún kemur er drifkraftur og markmið
klassísku hryllingssögunnar.15
13 Sama heimild. ýmsir fræðimenn og höfundar barna- og unglingabóka hafa dregið
þessa skýru skiptingu á viðbrögðum aldurshópa í efa. Sjá til dæmis Richard Good-
ing, „„Something Very Old and Very Slow“. Coraline, Uncanniness, and Narrative
Form“, Children’s Literature Association 33: 4/2008, bls. 390–407; hér bls. 390–392.
14 Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, Húsið og heilinn. Um virkni reimleikahússins í The
Shining og þremur íslenskum hrollvekjum, ritgerð lögð fram til doktorsprófs, Íslensku-
og menningardeild Háskóla Íslands, 2020, bls. 8.
15 Sigrún Margrét vitnar í Stephen King sem segir: „Ég trúi á tilvist hins illa, en alla
ævina hef ég velt því fyrir mér fram og til baka hvort illskan sé utanaðkomandi eða
ekki, hvort hún sé afl í heiminum sem vilji virkilega eyðileggja okkur innan frá, hvert
um sig eða í heild. Eða hvort hún komi öll að innan og sé einungis liður í erfðum og