Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 209
FRIeDRICH KITTLeR
180
hlýtur að hafa virst bæði fagur og stórbrotinn þegar myndavélarnar vistuðu
hann eða kölluðu hann fram…
Allsherjar vígbúnaður leggur grunninn að sálgreiningunni og Freud
horfir ekki einu sinni framhjá því. Orðinu Kino eða kvikmynd bregður
raunar hvergi fyrir í skrifum hans. Hann eftirlætur aðstoðarmanni sínum
á sviði bókmenntasögu að beita Freud á kvikmyndina. Þetta er sjálfur út-
gangspunktur tvífararannsóknar Ranks, sem birtist í kjölfarið á frumsýningu
fyrstu þýsku höfundarmyndarinnar. Rank veigrar sér ekki við að velja „til-
fallandi og ómerkilegan útgangspunkt“ til að „fletta ofan af viðamiklum sál-
rænum vandamálum“: þögla mynd Hanns Heinz ewers, Der Student von
Prag (Stúdentinn frá Prag). Hann leiðir jafnvel að því líkur að „framsetning
kvikmyndarinnar, sem að mörgu leyti minnir á tækni draumsins [Traumtec-
hnik], geti einnig túlkað í ótvíræðu og auðskildu myndmáli viss sálfræðileg
tilvik sem skáldið er oft ófært um að færa skilmerkilega í orð.“ Penni Ranks
skrifar gaumgæfilega niður allar þær „skuggakenndu og hverfulu myndir“
sem sýna stúdentinn ásamt spegilmynd hans og tvífara í þessu sextíu mín-
útna einvígi (enda hafði myndbandið, sem innleiddi möguleikann á sjón-
rænum endurlestri, ekki enn verið fundið upp 1914). Allt var þetta gert til að
fletta ofan af dulvituðu táknmáli í ómerkilegum fjöldamiðli – líkt og sýnilegt
inntak draumsins hjá Freud og afþreyingariðnaðurinn séu sama yfirborðið.
Það eru aftur á móti orðræður og ekkert nema orðræður sem mynda dulda
hugsun draumsins og/eða kvikmyndarinnar, ekki síst vegna þess að hand-
ritshöfundur ewers byggði með virðingarverðum hætti á bókmenntalegum
„fyrirmyndum“.31 Rank yfirfærir einmitt þögla kvikmynd á rómantískan
tvífaraskáldskap, sem hann síðan yfirfærir á goðsagnafræði eða sálgreiningu.
Þannig verður ekkert úr fyrirheitinu um að tengja saman aðferð eða „tækni“
draumsins og framsetningu kvikmyndarinnar, Freud og Londe. Gangvirki
sálarlífsins útilokar allan skilning á hinu tæknilega. Jafnvel undir lok hins
sögulega og aðferðafræðilega afturhvarfs, þegar Rank vitnar í eyjarskeggjann
frá Fídji sem kallaði fyrstu sýn sína í evrópskum spegli sýn inn í andaheim-
inn, hvarflar ekki að honum að dulrænir miðlar hafa alla tíð, óhjákvæmilega,
þrifist á hinum tæknilegu.
Sálgreining kvikmyndarinnar gerir kvikmyndunina afturreka. Hún sann-
reynir skáldskap sem kvikmyndin hefur leyst af hólmi, líkt og engin tæknileg
skil hafi átt sér stað. Frumreynsla Freuds – árið hans við Salpêtrière – hefur
verið bæld með góðum árangri.
31 Rank, Der Doppelgänger, bls. 7 o.áfr.