Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 155
BJaRnI M. BJaRnaSOn
234
psycology), en um aðferðafræði slíkra athugana birti hann ritgerðina „Rann-
sókn dularfullra fyrirbrigða“ í janúarhefti Andvara árið áður.3 Í Drauma-Jóa
greinir höfundur frá rannsókn sinni á því hvort Jóhannes Jónsson búi yfir
fjarskyggnigáfu. Þær sögur fóru af Jóa að ef menn næðu tali af honum í
svefni þá gæti hann staðsett glataða hluti og týnda sauði fyrir þá, sagt fregnir
af fólki í fjarlægum landshlutum, jafnvel erlendis, spáð fyrir um skipakomur
og fleira sem ekki var á hvers manns færi.
Jóhannes Jónsson, sem ævinlega var kallaður Drauma-Jói, fæddist að
Sauðaneskoti skammt norður af Þórshöfn, 24. apríl 1861 og var því 52 ára
þegar Ágúst gerði tilraunir á honum sumarið 1914 á Vopnafirði. Þá var
hann illa haldinn af gigt en hann vann alla tíð hörðum höndum við land-
búnaðarstörf, lengst af sem fjárhirðir og vinnumaður. Bókinni skiptir Ágúst
í inngang og fimm kafla, en af þeim fjalla inngangurinn, fyrsti og síðasti
kaflinn um erlendar rannsóknir á samskonar eiginleikum og Drauma-Jói var
af mörgum talinn búa yfir. Um þetta segir Ágúst í aðfararorðunum: „Og svo
að menn sjái, að hér er ekki um neitt hégómamál að ræða eða hindurvitni,
verður að sýna fram á, að gáfa þessi, sem Jói kvað hafa til að bera, hefir gert
vart við sig víðar en á Íslandi.“4 Í öðrum til fjórða kafla er farið yfir ævi-
skeið Jóa, sagðar sögur af honum í kringum rannsókn Ágústs, og fjöldi sagna
samferðarmanna af honum raktar. allt þetta efni gefur óvenju margslungna
mynd af óbreyttum vinnumanni í afskekktu byggðarlagi undir lok nítjándu
aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu.
Foreldrar Jóa voru þau Jón Mikaelsson bóndi og Elísabet Magnúsdóttir
húsfreyja, og var Jói yngstur átta systkina, en auk hans lifðu þrjár systur að
verða fullorðnar, hin eru talin hafa dáið í bernsku.5 Í föðurætt Jóa var hann,
samkvæmt Indriða Indriðasyni ættfræðingi, „sjötti maður frá séra Einari
nikulássyni (galdrameistara) á Skinnastað í beinan karllegg og aðeins fjórði
maður frá galdra ara bónda í Krossavík.“6 Hólmsteinn Helgason, sem þekkti
3 Ágúst H. Bjarnason, „Rannsókn dularfullra fyrirbrigða”, Andvari 1/1914, bls. 17–48.
4 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói. Sannar sagnir af Jóhannesi Jónssyni frá Ásseli, til-
raunir o.fl., Reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, 1915, bls. 9.
5 Við vinnslu þessarar ritgerðar kom í ljós að ekki aðeins tvær systur Jóa lifðu, eins
og getur um í heimildum: Hólmsteinn Helgason, „Drauma-Jói“, Árbók Þingeyinga
26: 1/1985, bls. 155–176, hér bls. 159. Ein systir Drauma-Jóa enn, Guðlaug Jóns-
dóttir, náði fullorðinsaldri. Samkvæmt barnabarni hennar, Sunnu Pam Furstenau,
flutti Guðlaug frá Vopnafirði til norður-Dakóta 1887, og á þar marga afkomendur,
eins og sjá má á ættfræðivef Vestur-Íslendinga: Icelandic Roots: https://www.icelan-
dicroots.com/.
6 Hólmsteinn Helgason, „Drauma-Jói“, bls. 158.