Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 56
Sigrún Alba Sigurðardóttir
Afgerandi augnablik
Um tráma og úrvinnslu í
kvikmyndinni Andkristur eftir Lars von Trier
Lars von Trier er umdeildur maður. Hann hefur verið sakaður um fasisma,
nasisma og kvenhatur.1 Á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí 2011 lýsti Trier
því yfir að hann væri nasisti og var í framhaldinu skilgreindur sem persona
non grata á hátíðinni. Nokkrum dögum síðar, þar sem hann sat í húsbíl sín-
um (hugsanlega í dimmum skógi) í Evrópu miðri, fékk hann smáskilaboð frá
samstarfsfólki sínu hjá Zentropa sem tjáði honum að Kirsten Dunst hefði
fengið Gullpálmann fyrir leik sinn í kvikmynd hans Melankólíu (e. Melanch-
olia, 2011).2 Melankólíu má skoða sem framhald af kvikmyndinni Andkristur
(e. Antichrist, 2009) sem hér er til umfjöllunar en í báðum kvikmyndunum
vinnur Trier út frá kenningum Sigmunds Freud um tráma og úrvinnslu.3
Hugtakið tráma er dregið af gríska orðinu τραῦμα (trauma) sem merkir
sár en vísar einnig til þess hvernig þær forsendur sem við göngum út frá í
1 Sjá til dæmis umfjöllun um þetta hjá Anton Geist, „Kvindesyn“, Information. Kultur,
11. ágúst 2009, bls. 17 og Peter Wivel, „Sådan tog von Trier livet af sin nye film“,
Politiken. Kultur, 20. maí 2011, bls. 1.
2 Nils Thorsen, „Nogle gange ender det tosset“, Politiken. Kultur, 21. maí 2011, bls.
1 og og Eva Novrup Redvall, „Verdens undergang som happy ending“, Information,
Kultur, 21.–22. maí 2011, bls. 14–15. Sjá einnig Ditte Giese, „Udlandet holder fast
i von Trier“, Politiken. Kultur, 22. maí 2011, bls. 3 og Micahel Bo, „Audiens midt i
orkanens øje“, Politiken. Kultur, 21. maí 2011, bls. 3.
3 Kvikmyndin Melankólía fjallar meðal annars um dauðahvötina, þráhyggjuna og
kvíðann sem eru sterk stef í skrifum Freuds um melankólíu. Um hugmyndirnar að
baki Melankólíu má meðal annars lesa í Nils Thorsen, „Longing for the end of the
all“, viðtal við Lars von Trier á heimasíðu kvikmyndarinnar, sótt 26. maí 2011 á
http://www.melancholiathemovie.com/.
Ritið
1. tbl. 21. árg. 2021 (59-80)
Ritrýnd grein
© 2021 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.21.1.4
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).