Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 92
KóRaLÍNa OG MæðUR HENNaR
95
„En þetta er …“ sagði Kóralína.
„Húsið sem þú gekkst í burtu frá,“ botnaði kötturinn.
„Einmitt.“
„Kannski hef ég gengið í hringi í þokunni,“ sagði Kóralína.
[…] En hvernig er hægt að labba frá einhverju og enda svo aftur á
sama stað?“
„Enginn vandi“, sagði kötturinn. „Ímyndaðu þér að þú gangir
í kringum jörðina. Þú hefur förina á ákveðnum stað og í lokin end-
arðu þar á nýjan leik.“
„Þetta er lítill heimur,“ sagði Kóralína.
„Hann er nógu stór fyrir hana,“ sagði kötturinn. „Köngulóar-
vefir þurfa aðeins að vera nógu stórir til að veiða flugur.“
Það setti hroll að Kóralínu. (81)
Það rennur upp fyrir Kóralínu að hún er ekki bara velkomin í mat til hinnar
móðurinnar heldur gæti hún sjálf verið á borðum.
Í greininni „The Key is in the Mouth. Food and Orality in Coraline“ rekja
Kara K. Keeling og Scott Pollard hlutverk munnstigs og matar í Kóralínu.
Þau telja munnstigið gríðarlega mikilvægt og vanmetið í sálfræðilegri mótun
barnsins, maturinn sé ekki bara næring heldur menningarlegur vígvöllur þar
sem barist er um sjálfræði þess og sjálfsmynd.39 Munnstigið er fyrsta þrepið í
þriggja þrepa líkani Freuds yfir þróun kynorkunnar (þýs. libido) sem knýr kyn-
hvötina og einkennir fyrstu mánuði ungbarnsins. Fyrsta örvun kynorkunnar
tengist næringarnámi ungbarnsins, snerting vara þess og brjósts móðurinnar
tengir það við sitt fyrsta viðfang, móðurina. Sálgreinandinn Karl abraham
skipti munnstiginu í tvö stig þar sem það fyrra beinist að því að sjúga en það
síðara að bíta. Það síðara kallar abraham munn-sadískt (e. oral-sadist) og því
tengist fantasían um að éta eða vera étinn af móðurinni.40
Það er aldrei staðfest að hin móðirin ætli raunverulega að éta Kóralínu
öðruvísi en í yfirfærðri merkingu en úr því hún getur brutt lifandi
skorkvikindi eins og poppkorn er hún til alls vís. Þar stígur hún hiklaust yfir
mörk siðmenningarinnar og þarna verður spenna munnstigsins augljósust
í bókinni, segja Keeling og Pollard, því að hin vel upp alda Kóralína kallar
39 Kara K. Keeling og Scott Pollard, „The Key is in the Mouth. Food and Orality in
Coraline“, Children´s Literature 40: 2012, bls. 17–18.
40 Sjá til dæmis Jean Laplanche og Jean-Bertrand Pontalis, The Language of Psycho-
Analysis, bls. 287–288. Sjá einnig mjög góðan formála Juliet Mitchell að bókinni
Selected Melanie Klein, London: Penguin, 1991, bls. 9–35.