Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 176
DRaUMa-JÓI, RannSÓKn 3
255
hátt, hins vegar gerði hann ráð fyrir andlegri eða sálrænni vídd innra með
efnisheiminum, er þróaðist samhliða honum á þann hátt að annað væri fall
af hinu. Þessi hugmynd varð grunnur að þeirri sýn á „innhlið hlutanna” sem
varð áberandi innan dulspeki og sálarrannsókna um aldamótin 1900.“66
afstöðu Ágústs má rekja til sáleðlisfræði Fechners og þeirrar hefðar sem
hefur verið kölluð „sáleðlisfræðileg einhyggja“67, en þessar hugmyndir Fec-
hners gegndu lykilhlutverki innan þess arms sálarrannsókna sem skrif Ágústs
tengjast. Einhyggjan vísar hér til einingar efnis og anda, þar sem hið andlega
er vídd sem býr innra með efnisheiminum og er á endanum efnislegt fyrir-
bæri en ekki tengt handanveruleika í hefðbundnum, trúarlegum skilningi.
Ágúst virðist auk þess hafa trúað á það sem Thomas S. Kuhn kallar
markmiðsþróun vísindanna,68 það að vísindin stefndu að glæstum sigrum er
tengdust grundvallarspurningum mannlegrar tilvistar.69 Fyrir Ágústi fylgir
margt því að geta sannað fjarvísi Jóhannesar Jónssonar: „Og fjarvísigáfan
sjálf gefur oss í raun réttri miklu meiri átyllu til að mega treysta því, að sálin
geti lifað líkamsdauðann en öll svonefnd andatrúar-fyrirbrigði.“70
athugasemd hans er skiljanlegri þegar byrjunin á ritgerð hans „Rann-
sókn dularfullra fyrirbrigða“, frá árinu áður, er höfð í huga. Þar talar hann
um að andatrúarmenn hafi sagt frá ýmsum dularfullum fyrirbrigðum, skýrt
þau á sína vísu og litið á þau ýmist sem sannanir fyrir ódauðleika sálarinnar
66 Benedikt Hjartarson, „Inngangur“, Rainer Maria Rilke, Minnisblöð Maltes Laurids
Brigge, þýð. Benedikt Hjartarson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2020,
bls 9–79, hér bls 56–57.
67 Benedikt Hjartarson, „Inngangur“, bls 58.
68 „Öll höfum við vanist því að líta á vísindin sem einmitt það viðfangsefni sem
miðar sífellt nær einhverju markmiði sem náttúran hefur ákvarðað fyrirfram. […]
að margra mati var það mikilvægasti en mest fráhrindandi þátturinn í kenningum
Darwins að hann snéri baki við svona markmiðsþróun.“ Thomas S. Kuhn, Vísinda-
byltingar, þýðandi Kristján G. arngrímsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmennta-
félag, 2015, bls. 338–339.
69 Þessa trú á mátt vísindanna til að leysa gátur trúarbragðanna má sjá ágætlega kjarnaða
hjá dr. Björgu Þorláksdóttur (skáletranir í textanum eru hennar): „Vér getum ekki
heldur enn sem komið er sannað áframhald lífsins eftir dauðann. Vér getum verið sann-
færð um það, af hinum og þessum ástæðum, sem ekki er enn unt að færa í rökréttan
vísindabúning. Og á sama hátt getum vér verið sannfærð um, að til séu skynjanir, er
komi í ljós fyrir virkjan heilafruma vorra, en ekki fyrir áhrif frá skynvitum vorum. En
það er erfitt enn sem komið er að færa fullgild rök fyrir þessu. Vér getum talið fram
ýms fyrirbrigði hvorutveggja til stuðnings. En vér verðum að halda áfram að leita,
þangað til fullgildar sannanir finnast.“ Björg Þorláksdóttir, Svefn og draumar, bls.
147.
70 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 223.