Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 164
DRaUMa-JÓI, RannSÓKn 3
243
af þessu er ljóst að Ágúst vegur gildi sagnasafnsins um Jóhannes þyngra
en beinu tilraunirnar á honum. Þó að þær reyndust árangurslausar, bæði
hjá honum sjálfum og þremenningunum Snæbirni arnljótssyni, Guðmundi
Hannessyni og Guðmundi Finnbogasyni, sem þó prófuðu hann þegar meint
gáfa hans var talin virkari, þá dregur hann, út frá sögunum, þá ályktun að
viðfangið hafi búið yfir fjarskyggnigáfu. Þannig virðist tilgangur tilraunar-
innar hafa verið að sanna gildi sagnanna, sem hún gerir ekki, en hún er hins
vegar heldur ekki fær um að afsanna þær. Tilraunin hefði aðeins getað talist
marktæk ef hún hefði staðfest meinta fjarskyggnigáfu Drauma-Jóa. Ágúst
skrifar síðan skýrslu um rannsóknina fyrir Journal of the Society for Psychical
Research árið eftir undir titlinum „an Icelandic Seer. Report on a supposed
case of travelling clairvoyance.“ Skýrsluna, sem birtist sama ár og bókin,
endaði hann á áþekkri niðurstöðu og vitnað var til hér að framan:
Árum saman, sérstaklega á milli tvítugs og þrítugs, bjó hann yfir
mikilli fjarskyggnigáfu, en frá því hann giftist hefur hún rénað jafnt
og þétt, og er nú svo komið að ómögulegt er að skera úr um hvort
hún er enn til staðar.35
Hér kynni lesandi að hugsa sem svo að lokasetningin sé ónákvæm þar eð
halda megi því fram að beinar tilraunir sýni fram á að gáfan sé ekki til staðar,
þó að sögurnar um hann bendi til annars.36
texti í bókinni er að þetta er eini hlutinn í handritinu sem Ágúst undirstrikar, ásamt
nokkrum línum sem koma í kjölfarið. nákvæmlega er um að ræða textann: „Árum
saman, einkum á aldrinum frá tvítugu til þrítugs, […] og hægt sé þá að gera þær
tilraunir við Jóa, er taki af skarið.“ Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, handrit, LBS.
417. nF, bls. 148.
35 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 76: „For many years, especially between 20
and 30 years of age, he has been gifted with travelling clairvoyance in a high degree,
but since his marriage this has gone on decreasing, and at present it is impossible to
affirm whether it still exists or not.“
36 Dr. Björg Þorláksdóttir virðist túlka niðurstöður Ágústs svo að Drauma-Jói hafi
búið yfir fjarskyggnigáfu. Hún segir: „Enn eru til draumar, er verða fyrir sérstakar
dulargáfur, er einstaka menn virðast vera gæddir – og eru þeir draumar eigi öllum
gefnir. Má til nefna Jóhannes Jónsson frá Ásseli, er nefndur hefur verið „Drauma-
Jói“. Og munu flestir kannast við hann. En dulargáfu hans – farandskygni og fjar-
skygni – var þann veg háttað, að hann í svefni gat séð fólgna hluti eður týnda, og
svo vísað til þeirra í vöku, svo þeir fundust. Hefur prófessor, dr. Ágúst Bjarnason
rannsakað drauma þessa manns eins vel og unt er […]“. Björg Þorláksdóttir, Svefn og
draumar, Prentsmiðjan Gutenberg, Reykjavík, 1926, bls. 169.