Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 144
TEnGSLaKEnnInG JOHn BOwLBYS
147
úr degi, svo framarlega að sú manneskja sé hlutverkinu vaxin. Það er líklegra
að barn verði óöruggt er það er alið upp hjá foreldri sem er eitt og óstutt
eða glímir við alvarlega vanlíðan eða erfiðar félagslegar aðstæður. Ef fleiri
koma að uppeldinu getur barnið snúið sér til fleira fólks sem það treystir.
auk þess er líkamleg nálægð móður við barn sitt engin trygging fyrir góðum
tengslum við hana heldur skiptir öllu máli hversu fær og tilbúin hún er til að
bregðast við barninu á viðeigandi hátt hverju sinni.24
Bowlby var ákafur talsmaður fagþjálfunar fyrir alla þá sem taka að sér að
annast annarra manna börn.25 Hann segir þá verða að hafa innsýn í þarfir
barna sem eru aðskilin frá foreldrum sínum, jafnvel í skamman tíma. Þeir
þurfi að hafa skilning á söknuði barna og þrá og þörf þeirra fyrir að upphefja
foreldra sína, sama hversu gallaðir þeir kunna að vera. Mikilvægt sé að virða
rétt barnsins til að mótmæla aðskilnaði frá foreldrum til dæmis með því að
gráta, öskra, bíta og sparka en slík „slæm“ hegðun er að mati Bowlbys eðlileg
og heilbrigð viðbrögð við yfirvofandi aðskilnaði og hefur þann tilgang að
endurheimta tengslin. Ef barnið upplifir að það geti sýnt tilfinningar sínar
og fengið hjálp við að vinna sig út úr togstreitu og sársauka dregur úr líkum
á að það þrói með sér sálrænar varnir eins og hugrof (e. dissociation) sem
geta valdið einangrun og haft skaðleg áhrif á þroska og heilsu þess í bráð og
lengd.26
Tengslakenningin
Bowlby hafði vakið athygli á, sem þótti nýlunda á þeim tíma, að við að-
skilnað eða missi upplifa börn ekki síður en fullorðnir sársauka, söknuð og
angist. Hann hafði líka sýnt fram á að langtímaafleiðingar aðskilnaðar gátu
leitt til hugsýki eða andfélagslegrar hegðunar hjá börnum og unglingum og
geðraskana hjá fullorðnum.27 Við aðskilnað foreldris og barns eru hin mikil-
vægu frumtengsl rofin. En hvert er eðli þeirra tengsla og hvernig verðu þau
til?
24 Skýrt dæmi um áhrif þess að móðir bregðist ekki við barni kemur fram í „The Still
Face Experiment“ sem er rannsóknaraðferð þróuð af Dr. Ed Tronick og má sjá á
Youtube: https://www.youtube.com/watch?v=apzXGEbZht0.
25 Jeremy Holmes, John Bowlby and Attachment Theory.
26 Bruce Perry, R. Pollard, T. L. Blakely, w. L. Baker, D. Vigilante, „Childhood
trauma, the neurobiology of adaptation, and „use dependent“ development of the
brain. How „states“ become „traits““, Infant Mental Health Journal 16: 4/1995, bls.
271–291.
27 Fyrsta grein Bowlbys um þetta efni er „Forty-Four Juvenile Thieves; their charac-
ters and home-life“, París: Bailliere, Tindall og Cox, 1946.