Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 101
GUðRÚN ELSA BRAGADóTTIR
104
sýna svipbrigði, skynja snertingu, taka þátt í einföldum samræðum sem þær
„læra“ af og geta „munað“ það sem þeim er sagt.4
Ljóst er að ýmiss konar tækni – allt frá stefnumótaforritum til ástarvél-
menna – setur nú þegar svip sinn á ástarsambönd í nútímasamfélögum og er
jafnvel farin að hafa áhrif á það hvernig við hugsum um ást. Vísindaskáld-
skaparmyndir hafa fjallað um ást og þrá eftir ó- eða hálfmennskum ástar-
viðföngum með ólíkum hætti allt frá Metropolis (Fritz Lang, 1927) til The
Stepford Wives (Bryan Forbes, 1975), Blade Runner (Ridley Scott, 1982) og
Transcendence (Wally Pfister, 2014). Hér verður sjónum beint að úrvinnslu
Spike Jonze á viðfangsefninu, nánar tiltekið gervigreindarmyndinni Hún
(Her), sem kom út árið 2013 og Jonze leikstýrði, skrifaði og framleiddi.
Eins og allur góður vísindaskáldskapur og framtíðarsögur fjallar Hún
ekki síst um samtíma sinn en frásögninni virðist vinda fram í alls ekki svo
fjarlægri framtíð. Myndheildin (f. mise-en-scène) á ríkulegan þátt í að ljá
söguheiminum yfirbragð þessarar rétt ókomnu framtíðar, en slíkar sviðs-
myndir hafa verið kenndar við „retró-fútúrisma“ (e. retro-futurism). Í tilviki
Hennar felst „retró-fútúrisminn“ í því að búningar sem vísa skýrlega í tísku-
strauma síðustu aldar blandast saman við stílhreina sviðsmynd og leikmuni
sem sækja töluvert í straumlínulagaða hönnun Apple-vara. Þrátt fyrir þessar
skírskotanir til „fortíðar“ er framtíðarleikinn afdráttarlaus og sést skýrast í
því að söguveröldin er tæknivædd á máta sem tekur tæknistigi okkar samtíma
fram.5 Frásögnin dansar á mörkum hins ókennilega á þeim augnablikum
sem glittir í kunnuglegan veruleika í annars framandi umhverfi: Manneskjur
eyða tíma sínum fyrir framan skjái heima og í vinnunni. Úti við ganga þær
um í djúpum samræðum við tækin sín með heyrnartól í eyrum og stara út í
bláinn á meðan þær brosa yfir einhverju sem enginn annar heyrir. Ástarsam-
bandið sem myndin snýst um – samband karlmanns og stýrikerfis – virðist
heldur ekki svo langsótt í samhengi tækniþróunarinnar sem rædd var hér að
ofan eða þá rannsóknar sem birtist 2011 og sýndi að þriðjungur japanskra
ungmenna fannst hefðbundin sambönd ekki fyrirhafnarinnar virði og kusu
heldur að mynda tengsl í gegnum tækni eða stunda skírlífi.6
Í þessari grein verður Hún skoðuð í ljósi kenninga Sigmunds Freuds, sér í
4 Sjá RealDoll, sótt 26. mars 2021 af https://www.realdoll.com/realdoll-x/.
5 Framtíðartæknin er þó þekkjanlega afleidd af snjalltækjavæðingunni sem hófst ein-
mitt fáeinum árum áður en myndin kom út. Þegar tímasetja á upphaf snjalltækja-
væðingarinnar með nákvæmari hætti er gjarnan horft til ársins 2007, en það ár var
iPhone kynntur í fyrsta sinn á vörusýningu Apple.
6 Danielle Knafo og Rocco Lo Bosco, The Age of Perversion, bls. 69.