Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 197
BeNeDIKT HJARTARSON
168
orðum ekki upp úr djúpum sálarlífsins heldur kviknar til lífs í tæknibúnaði
kvikmyndarinnar, í þeim skilningi að myndir mannveranna sem við sjáum
á hvíta tjaldinu eru tvífarar leikaranna og koma í þeirra stað. Með þessu
sjónarhorni á flókið og gagnvirkt samband vitundar og efnisheims má segja
að kenningar Kittler feli að nokkru leyti í sér afturhvarf til rómantískra hug-
mynda um dulvitundina, sem grundvallast á sáleðlisfræðilegri einhyggju.16
Um leið og Kittler gagnrýnir sálgreiningu Freuds fyrir að horfa framhjá
þeim tæknimiðlum sem eru efnisleg lífsskilyrði nútímans, byggir greining
hans á hinum flóknu tækniferlum í veigamiklum atriðum á kenningum sál-
greiningarinnar. Í miðlafræði Kittlers er greiningarlíkan Lacans á vissan
hátt dregið af sviði túlkunarfræði og „gamaldags sálgreiningar, heim-
speki og bókmenntafræði“ yfir á svið miðlafræði og „upplýsingafræði“.17
Miðlafræðin felur þannig í senn í sér útvíkkun á sviði sálgreiningarinnar
og grundvallarendurskoðun á aðferðum hennar og þegar Kittler ræðst í
greiningu sína á hinum þremur tæknimiðlum aldamótanna 1900, í riti sínu
um grammófóninn, kvikmyndina og ritvélina, verður sálgreining Lacans
undirstaðan. Þannig samsvara miðlarnir þrír í meginatriðum þeim þremur
sviðum sem gegna lykilhlutverki í sálgreiningu Lacans: ritvélin, með tækni-
legri og efnislegri stöðlun skrifanna, tengist sviði hins táknræna; kvik-
myndin, með úrvinnslu sinni á stökum myndrömmum og tengingu þeirra
í framvindu, samsvarar hinu ímyndaða; grammófóninn samsvarar sviði
Raunarinnar í viðleitni sinni til að vista og ná tangarhaldi á veruleikanum
í öllum hans skarkala og óreiðu.18 Í Grammophon Film Typewriter dregur
Kittler raunar einnig fram sérstaklega sterk tengsl grammófónsins og upp-
hafs sálgreiningarinnar. Í lýsingu Kittlers, sem ber tvíbentri afstöðu hans til
sálgreiningarinnar glöggt vitni, má sjá hvernig dulvitundin kviknar í huga
Freuds með hljóðupptökutækninni, þar sem austurríski sálgreinandinn situr
og hlustar á hljóðupptökur til að festa fingur á þessum kjöllurum sálarlífsins
í merkingarþrungnum þögnum, hiki og mismælum sjúklingsins – eða nánar
til tekið þess tvífara sjúklingsins sem finna má á upptökunni.
Benedikt Hjartarson
16 Sjá Monika Fick, Sinnenwelt und Weltseele. Der psychophysische Monismus in der Lite-
ratur der Jahrhundertwende, Tübingen: Niemeyer, 1993.
17 Winthrop-Young og Michaels Wutz, „Translators’ Introduction“, bls. xix.
18 Sjá greinargóða samantekt í W.J.T. Mitchell, „Foreword Media Aesthetics“, Think-
ing Media Aesthetics, Media Studies, Film Studies and the Arts, ritstj. Liv Hausken,
Berlín Peter Lang, 2013, bls. 15–27.