Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 8
ARFLEIFð FREUDS
11
Tulinius fjallar einmitt um dauðahvötina og skáldskapinn í grein sinni „Til
móts við dauðann í Brennu-Njáls sögu“. Hann beinir sjónum að því þegar
söguhetjur Njálu virðast þrá eigin dauða eða taka honum fagnandi. Með
hliðsjón af kenningu Peters Brooks um tengsl dauðahvatar og frásagnarlist-
arinnar varpar hann einnig áhugaverðu ljósi á virkni skáldskaparins og eðli
og hlutverk framvindu og endurtekningu í bókmenntatextum.17 Dauðinn er
ennfremur viðfangsefnið í myndaþætti heftisins „Mennirnir fljóta út. Ljós-
myndun, sálgreining og sorgarúrvinnsla“. Þar fjallar annar gestaritstjóra,
Steinar Örn Erluson, um safn mynda úr Ljósmyndasafni Íslands af fólki sem
lést á sjó á árunum 1939–1945.
Líbídóið sprettur upp úr þaðinu, samkvæmt Freud, en sjálfið á rætur
að rekja til spennunnar á milli hvatanna og ytri veruleika; það sér um að
beina eðlishvötunum í réttan farveg og setur sig upp á móti skýlausri kröfu
þaðsins um tafarlausa fullnægju. Þar nýtur sjálfið fulltingis yfirsjálfsins sem
dregur sjálfið stöðugt til ábyrgðar fyrir athafnir þess, langanir og hugsanir í
samræmi við kröfur samfélagsins, foreldra og yfirboðara. Þetta kallar Freud
baráttu vellíðunarlögmálsins og raunveruleikalögmálsins. Manneskjan verður
að læra að slá vellíðan sinni á frest og sættast á ákveðna ófullnægju ef hún á
að geta lifað og starfað eftir viðmiðum og kröfum samfélagsins. Meginhlut-
verk sjálfsins í þessari baráttu er að tryggja vöxt og viðgang einstaklingsins
sem er nauðbeygður til að lifa undir „oki siðmenningar“.18
Ein þekktasta útfærsla Freuds á þessum átökum eru kenningar hans um
Ödipusarduldina sem hverfast að einhverju leyti um tilraunir barnsins til
að veita boðum og bönnum uppeldisaðilanna mótspyrnu. Freud leggur,
eins og frægt er orðið, mesta áherslu á mótun þess af lögmáli föðurins í
feðraveldissamfélagi og táknrænt hlutverk kynfæra karlmanna sem birtist í
vönunarótta drengja og reðuröfund stúlkna.19 Þessi reðurmiðjaða (e. phallo-
centric) kenning hefur lengi sætt gagnrýni femínískra kennismiða og grein
þýddi, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2002, bls. 85–147. Eins og Sigur-
jón bendir á í inngangi að ritgerðinni, þá lagði Freud þar „grunninn að endanlegri
hvatakenningu sinni, tvískiptingunni í dauðahvöt og lífshvöt.“
17 Meðal efnis í Ritinu 2/2003 var grein Peters Brooks, „Meistaraflétta Freuds. Líkan
fyrir frásagnir“, í þýðingu Brynju Magnúsardóttur með inngangi Guðna Elíssonar,
bls. 165–190.
18 Samanber orðalag Freuds í þeim titli sem hann valdi greiningu sinni á hlutskipti
einstaklingsins í samfélaginu í Sigmund Freud, Undir oki siðmenningar, Sigurjón
Björnsson þýddi og ritaði inngang, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1990.
19 Sjá Sigmund Freud, Draumaráðningar, Sigurjón Björnsson þýddi, Reykjavík:
Skrudda, 2010, bls. 198–200 og Sigmund Freud, „Sjálfið og þaðið“, Ritgerðir, bls.
237–296, hér bls. 265 og áfram.