Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 49
BJÖRn ÞORSTeInSSOn
52
ekki verður farið út í nákvæma greiningu á glímu Freuds við veikindi
Schrebers hér, en skemmst er frá því að segja að hún reynist nokkuð enda-
slepp. eins og nærri má geta freistar Freud þess að þýða ranghugmyndir
Schrebers – á borð við það að hann sé rotnandi lík, að hann sé í beinu sam-
bandi við Guð, að læknar vilji honum illt, og síðast en ekki síst að Guð hygg-
ist breyta honum í konu og riðlast síðan á honum – yfir í táknmál sálgrein-
ingarinnar um atburði í frumbernsku, samband við föður og móður og andóf
gegn geldingu. Þannig veltir Freud því fyrir sér hvort sjúkleikann megi setja
í samband við aldur Schrebers þegar hann veiktist (þá „var hann á aldri sem
er vegamótaaldur fyrir kynlíf“49), hvort skýra megi hann með klassískri yfir-
færslu yfir á lækninn sem annaðist Schreber („Læknirinn minnti sjúklinginn
á bróður eða föður, hann fann þá á ný í honum“50), eða hvort skýringarinnar
sé að leita í tilhneigingu til samkynhneigðar sem gerði „áhlaup“ á Schreber.51
Hugmyndin er þá sú að þessir þættir hafi lagst á eitt við að valda Schreber
vanlíðan og mótþróa gegn „kvenlegri óskaímyndun“ sem sótt hafi á hann og
ranghugmyndirnar kviknað af þeirri togstreitu. á þennan hátt reynir Freud
að koma Schreber fyrir innan tvíhyggju kynhvata og sjálfshvata, og mótar
raunar í þeim tilgangi hugtakið um „narsíska taugaveiklun“ sem hann tengdi
í senn við geðveiki og samkynhneigð. Þessar tilraunir Freuds fara fyrir lítið,
og staðreyndin er sú að sjúklingurinn Schreber lætur ekki að stjórn þegar
tvíhyggjan er annars vegar, né heldur gengur það upp að rekja veikindi hans
til erfiðra samskipta við föðurímyndir, hvort sem þær eru þá tengdar Guði,
raunverulegum föður hans eða bróður, nú eða læknum. Það er engin tilviljun
að Freud og Jung deildu hart um tilfelli Schrebers um það leyti sem vinslit
urðu með þeim.52 eins og fyrr var rakið tókust þar á tvíhyggja og einhyggja,
og spurningin sem undir býr varðar stöðu lífshvatarinnar eða lífsmagnsins og
meintrar nauðsynjar til að halda henni í skefjum og þvinga hana í fyrirfram-
gefið mót. Verður allt rakið – verður að rekja allt – til Ödipusar, og er það
verkefni okkar að linna ekki látum fyrr en það tekst? Deleuze og Guattari
rifja upp brandara nokkurn sem var Jung mjög að skapi en fór verulega í taug-
arnar á Freud: Ödipusarduldin fær hreinlega ekki staðist vegna þess að meira
að segja villimenn girnast ungar og fagrar konur frekar en mæður sínar.53
49 Sigmund Freud, Sálgreiningarathuganir á sjálfsævisögulegri frásögn um vænisýki (De-
mentia paranoides), bls. 52.
50 Sama rit, bls. 53.
51 Sama rit, bls. 51.
52 Sbr. Sigmund Freud, „Um narsisma: Inngangur“, Ritgerðir, Sigurjón Björnsson
þýddi, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2002, bls. 17–55, hér bls. 31–32.
53 Gilles Deleuze og Félix Guattari, L’Anti-Œdipe, bls. 136.