Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 175
BJaRnI M. BJaRnaSOn
254
rekja samtímis það sem fór um hugann. Framkvæmdin var með því móti að
aðilar skiptust á hlutverkum rannsakanda og þátttakanda jafnóðum. Sigríður
Ásta segir:
alfred Lehmann, kennari Ágústs, hafði lært hjá Wundt í Leipzig
og notaði aðferðirnar sem hann lærði í tilraunum sínum. Ágúst tók
þátt í þessum tilraunum og hann og hinir nemendurnir skiptust
á að prófa hver annan líkt og Wundt hafði gert með sínum nem-
endum. Það má því segja að þetta hafi verið sú aðferð sem Ágúst
lærði helst.61
Bilið á milli rannsakanda og viðfangs er afar stutt og lauslega skilgreint í að-
ferð Wundts rétt eins og í rannsókn Ágústs á Drauma-Jóa á gistiheimilinu
á Vopnafirði.
Ágúst var málsvari vísindalegra vinnubragða og „gagnrýndi til dæmis
Einar H. Kvaran fyrir skort á sönnunum í bók hans Trú og sannanir, þar sem
fjallað var um dulræn efni.“62 En þegar Ágúst gagnrýnir andatrú með þeim
orðum að það „sem skýri allt jafn léttilega, skýri í raun réttri ekki neitt,“63 er
það ekki vegna þess að hann telji ekki neitt vera fyrir handan, því sjálfur var
hann únitari með áhuga á sálarrannsóknum,64 heldur snýst deilan um það
hvernig hægt sé að rannsaka, og færa sönnur fyrir dulrænum fyrirbrigðum.65
Höfuðatriðið er að jafnvel þótt einhverskonar handanvídd sé til, þá getur
hún ekki verið viðfangsefni vísinda í skilningi Ágústs. Hann er sannfærður
um tilvist dulrænna fyrirbrigða en þau eru af efnislegum toga, það er eiga
uppruna sinn í efnisheiminum. Eins og Benedikt Hjartarson vekur athygli
á í innganginum að Minnisblöðum Maltes Laurids Brigge eftir Rainer Maria
Rilke má rekja þessa hugmynd aftur til bókar Gustavs Theodors Fechner
um grunnþætti sáleðlisfræðinnar frá 1860, sem lagði grundvöll að nútíma-
sálarfræði. Þar setur Fechner fram kenningu um gagnkvæmt samband á
milli hins líkamlega og hins andlega, hins efnislega og hins sálræna heims.
„annars vegar gerði hann ráð fyrir að efnisheimurinn þróaðist á vélgengan
61 Sama rit, bls. 25.
62 Sama rit, bls. 36.
63 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 21.
64 Pétur Pétursson, Trúmaður á tímamótum. Ævisaga Haralds Níelssonar, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 2011, bls. 313. Einnig segir í bók Péturs (bls. 315):
„Ágúst hafði sjálfur áhuga á sálarrannsóknum, en hafnaði þeirri kenningu að á bak
við miðlafyrirbærin stæðu sálir látinna manna.“
65 Ágúst H. Bjarnason, „Rannsókn”, bls. 48.