Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 173
BJaRnI M. BJaRnaSOn
252
kynna fjarskyggnigáfu. Ágúst hefur þá með í greininni, og birtir með stað-
festingu um sannleiksgildi þeirra:
Þrjár áðurgreindar lyklasögur eru rjett hermdar. Kristín Jósefs-
dóttir (veitingakona). Steinþór Pálsson (vinnumaður í veitingahús-
inu) man vel eftir þessu öllu.
En þrátt fyrir að Ágúst notist við gömlu sönnunaraðferðina, að vottfesta
sögurnar, virðist hann, 22 árum eftir útgáfu bókarinnar, hafa fallið frá þeirri
skoðun að skráning slíkra drauma sanni neitt. Í neðanmálsgrein við bréfið
segir hann:
Satt er það, að ólíku merkari hefði bókin orðið, ef Jói hefði sjálfur
ritað drauma þá, sem hann dreymdi jafnóðum og hann dreymdi
þá, og látið vottfesta frásögn sína áður en þeir komu fram. annars
gerði jeg mjer alt það far, sem jeg gat, til þess að fá bæði þá og öll
atvik vottfest, en það var löngu eftir á og því fremur ljeleg sönnun-
argögn fyrir draumspeki Jóa þessi vottorð, sem jeg gat náð saman.57
Í þessari hugleiðingu Ágústs sér hann fyrir sér að það hefði haft meira vís-
indalegt gildi ef Jói hefði skrifað draumana sjálfur þegar hann vaknaði upp af
þeim, og fengið frásögn sína vottfesta strax, áður en draumarnir komu fram.
Þá sér hann Drauma-Jóa fyrir sér sem vísindamanninn sjálfan, sem aflar
eigin sannana. Þessi aðferð er ekki mjög frábrugðin þeirri sem þeir notuðu
í tilrauninni á Vopnafirði, þar sem draumarnir voru jafnóðum vottaðir og
skráðir, bara ekki af Jóa – og svo komu þeir – ekki fram. Munurinn sem hann
virðist eiga við er að ef draumar sem voru vottaðir og skráðir strax hefðu
komið fram hefði það haft meira sönnunargildi um hæfileika Drauma-Jóa.58
57 Sama heimild. Breiðletranir eru Ágústs sjálfs. annað dæmi um dvínandi trú á vott-
unum til að sanna dulræn fyrirbrigði má finna hjá Hermanni Jónassyni í inngang-
inum að Dulrúnir: „Þær fáu sagnir, sem eg segi eftir núlifandi mönnum, hafði ég
byrjað þannig, að láta vottorð sögumannanna fylgja. En við nánari athugun, áleit
eg gagnslaust að endurtaka stöðugt svipuð orð og þessi »Ofanrituð sögn hefir verið
lesin upp fyrir mér, og votta eg hana sanna og rétt eftir hafða. Ár og dag. n.n.«“
Hermann Jónasson, Dulrúnir, bls. 9.
58 Drauma-Jói veltir áþekku efni fyrir sér í bréfinu í Lesbókinni: „Það skilur með okkur
Hermanni Jónassyni, að hann var svo vel mentaður maður, að geta fært sína drauma
og fyrirbrigði sjálfur í letur, og margt hefði orðið öðruvísi í bókinni „Drauma-Jói“,
ef alt hefði verið tekið eftir mínu eigin handriti, sem í henni er skráð.“ Ágúst H.
Bjarnason, „Skemtilegt sendibrjef frá DRaUMa-JÓa“, bls. 228–229, hér bls. 228.
Þessi texti bendir til að Drauma-Jói hafi ekki kunnað að skrifa.