Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 260
ÓTTI KRISTINNA vIð SÁlARlÍFIð
231
þessi mikla krafa muni leiða til algerrar endurskipulagningar á lífi okkar.
Þetta er ástæðan fyrir því að þeir sem hafa skilið þetta og viðurkennt líkja
því oft við dauða og endurfæðingu. En fulltrúar þess góða, þeir sem svara
ekki illu með illu, þurfa oft að krossfestast með tilliti til gildismats heimsins,
m.ö.o. með því að tapa peningum, missa vinnu, fara á mis við frægð, eða geta
jafnvel þurft að láta lífið sem píslarvottar.
Það sem maður upplifir í heiminum er með áhugaverðri þverstæðu sálar-
lífsins dæmisaga um kjarnann í veru okkar; það er nákvæmlega það sama
og maður finnur að gerist í hulinni krossfestingu sálarinnar. Maður finnur
samtímis fyrir skuggalegum viðbrögðum sjálfsins (hatur, reiði, þrá eftir full-
nægju, sjálfsupphafningu, sjálfsdýrkun) og á sama tíma og á jafn nærtækan
hátt, hina stöðugu nærveru sem krefst þess að maður biður um miskunn og
endurlausn sjálfum sér og jafnvel óvinum sínum til handa. Sprengjuregni
áhyggjuefna sjálfsins – árás ímynda og áráttan til að skipuleggja líf sitt, hafa
markmið og finna leiðir til að framkvæma það sem maður lítur á sem grund-
vallargæði – er fylgt eftir með viðstöðulausum slætti dulvitaðs skilnings á
hlutverki manns: Alvaldri dularfullri nærveru sem jafnframt er fullviss um
hvar þú getur fundið stefnu þína. Okkur finnst sem við séum slitin í sundur,
negld á kross, krossmerkt.
Samkvæmt kristninni þá birtist Guð í manninum Kristi. Þegar Jesús yfir-
gaf okkur þá lofaði hann okkur huggara sem myndi dvelja í okkur og mitt á
meðal okkar. Samkvæmt þessum skilningi á mannlegum örlögum þá getum
við ekki flúið hina sístæðu og brennandi nærveru Guðs sem er „eilíft ljós“ í
myrkri okkar og er ljósi okkar óendanlegt myrkur.23 Djúpsálarfræðin (með
allt öðru orðalagi) sér líka óumflýjanlega nærveru í kjarna sálarlífs okkar. Í
miðju andstæðunnar á milli líkama og anda – í sjálfi sem lokar sig frá Sjálf-
inu eða sjálfi sem raunverulega opnar sig gagnvart Sjálfinu – þá getum við
fundið hljóða snertingu sem snertir hamslausar tilfinningar okkar, læknandi
mildi sem snertir tortímandi anda okkar. Andinn teygir sig út til útskúfaðra
og afskorinna hluta sálarlífs okkar sjálfra til að sjá hann og sættast við hann –
líkt og Jesús þegar hann snerti hinn blinda, lamaða, sturlaða, útlenda og út-
skúfaða. Þannig umfaðmar Kristur alla þætti sálarlífs okkar og við þörfnumst
allra þessara þátta til að umfaðma hann og í honum geðheilbrigði okkar.
Haukur Ingi Jónasson þýddi
23 Sjá Butler, Western Mysticism, bls. 34.