Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 67
SIGRÚN ALBA SIGURðARDóTTIR
70
Ef við hefðum ekki ímyndunaraflið værum við ófær um að breyta upp-
lifun okkar í reynslu. Við gætum ekki horfið til hins afgerandi augnabliks
og unnið úr því með því að setja það í samhengi við önnur augnablik, aðrar
myndir, eða jafnvel önnur orð. Án ímyndunaraflsins værum við einfaldlega á
valdi hins hreina minnis, þess minnis sem býr í líkama okkar en við komum
ekki orðum yfir, getum ekki kallað fram sem myndir og getum hvorki endur-
skapað né unnið með á meðvitaðan hátt.
Freud talaði í þessu sambandi um að sjúklingur sem ekki gæti yfir-
fært upplifun sína yfir á hið táknræna væri „fastur í áfallinu.“30 Hann benti
jafnframt á að í mörgum tilvikum endurupplifi sjúklingarnir hinn liðna
atburð í draumi en í vöku vísi þeir honum á bug, forðist að hugsa um hann
eða færa upplifun sína yfir á svið hins meðvitaða.31 Freud segir enn fremur:
Sjúklingurinn getur ekki munað allt, sem er bælt hjá honum og
það, sem hann getur ekki munað, kann einmitt að vera mikilvæg-
asti hlutinn. […] Hann neyðist til að endurtaka hið bælda eins og
það væri samtíma reynsla í stað þess að muna það sem eitthvað úr
fortíðinni […].32
Freud bætir við: „Endurtekningaráráttan […] er í miklum mæli hvatræns
eðlis og þegar hún er í andstöðu við vellíðunarlögmálið, er líkt og yfirnátt-
úruleg öfl séu að verki.“33
cel Proust gerir á ómeðvituðum minningum og meðvituðum minningum. Þess má
geta að Benjamin lagði jafnframt mikla áherslu á þann þátt í kenningum Bergsons
sem snýr að þætti ímyndaraflsins þegar einstöku lifuðu augnabliki er breytt í reynslu
sem finnur sér stað í endurminningum. Sjá Walter Benjamin, „Um nokkur minni
í verkum Baudelaires“, Gunnþórunn Guðmundsdóttir þýddi, Fagurfræði og miðlun.
Úrval greina og bókakafla, Ástráður Eysteinsson ritstýrði, Reykjavík: Háskólaútgáfan:
Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2009, bls. 107–152, hér bls. 109–110.
30 Sigmund Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins“, bls. 92.
31 Sama rit, bls. 93.
32 Sama rit, bls. 98.
33 Sama rit, bls. 117.