Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 138
Sæunn Kjartansdóttir
Tengslakenning John Bowlbys
Umfjöllun um sálgreiningu hefur aldrei verið fyrirferðarmikil á Íslandi. Það
er því sérstakt fagnaðarefni að Ritið skuli heiðra arfleifð Sigmunds Freuds
með þessari útgáfu. Reyndar eru það hugvísindin, en ekki sálfræðin, sem
helst hafa nýtt framlag sálgreiningar og haldið merkjum hennnar á lofti hér
á landi.1 Hæst ber málþing um sálgreiningu sem Hugvísindastofnun Há-
skóla Íslands stóð fyrir árið 2003.2 Í þeirri takmörkuðu athygli sem sálgrein-
ing hefur fengið hefur mest farið fyrir frumkvöðli hennar3 en sáralítið hefur
verið fjallað um þá gríðarlegu gerjun sem hefur átt sér stað innan fagsins á
þeim rúmu 80 árum frá því hann féll frá.4 Ég er því þakklát fyrir að fá tæki-
færi til að kynna John Bowlby sem skoðar manninn frá öðru sjónarhorni
en Freud gerði. Tengslakenning Bowlbys er sprottin úr sálgreiningu, studd
af rannsóknum í taugavísindum,5 og á að mínu mati brýnt erindi við með-
ferðaraðila og alla þá sem láta sig varða hag barna.
1 Sjá til dæmis Dagný Kristjánsdóttir, Kona verður til. Um skáldsögur Ragnheiðar Jóns-
dóttur fyrir fullorðna, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Háskóla-
útgáfan, 1996 og ,,Sögur af börnum – svikum, ofbeldi og misnotkun“, Tímarit Máls
og menningar 4/2020, bls 18–41.
2 Flestir sem töluðu á þinginu gerðu grein úr fyrirlestri sínum og birtu í hefti Ritsins
sem helgað var sálgreiningu. Þar birtust að auki tveir sálgreiningartextar sem þýddir
voru sérstaklega af þessu tilefni. Guðni Elísson og Jón Ólafsson (ritstjórar), Ritið
2/2003.
3 Sigurjón Björnsson hefur þýtt mörg öndvegisrita Freuds, til dæmis Inngangsfyrir-
lestrar um sálkönnun, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1995, Blekking trúar-
innar, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1993 og Draumaráðningar, Reykja-
vík: Skrudda, 2010.
4 Sæunn Kjartansdóttir, Hvað gengur fólki til? Leit sálgreiningar að skilningi, Reykjavík:
Mál og menning, 1999.
5 Sjá til dæmis Sue Gerhardt, Why love Matters. How affection shapes a baby’s brain,
Hove: Brunner-Routledge, 2004.
Ritið
1. tbl. 21. árg. 2021 (141-156)
© 2021 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.21.1.8
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).