Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 166
DRaUMa-JÓI, RannSÓKn 3
245
34. „Jói vísar til lambs“. Björn Guðmundsson á Hallgilsstöðum segir frá.
35. „Strandferðin. Jói bregður sér austur á Langanesstrendur“. Pétur
Metúsalemsson segir frá.
36. „Tófuyrðlingurinn“. ari Jóhannesson segir frá.39
Tvær af sögunum á þessum lista eru frá Drauma-Jóa sjálfum, sögur 1 og 29.
Í fyrstu sögunni, „Hrútunum“, eru það tvö vottorð um sannleiksgildi sem
bera uppi sönnunargildið. Sagan kemur þannig til að á engjaslætti liggur
Drauma-Jói eftir morgunverð sofandi „úti á víðavangi”, og endurtekur upp
úr svefni orðin; „Ósköp eiga aumingja skepnurnar bágt“. Tryggvi Jónsson
bóndi á Ytra Lóni heyrir til hans og spyr hvað hann sjái, en það reynist vera
hrútar sem við að stangast á hafa krækt saman hornunum inni á heiði. Jói
segir upp úr svefninum að þeir hefðu „brotist um og væru farnir að mæðast,
svo að þeir væru lagstir“. Tryggvi spyr frekar þar til ljóst er af mörkum hvaða
hrúta um ræðir, og síðar, þegar þeir skila sér ekki til byggða eftir réttir, er
Jói aftur spurður í svefni, en þá um staðsetninguna. Hrútarnir finnast eftir
lýsingu hans samankræktir dauðir í leirflagi á Dalsheiði.
Tryggvi Jónsson sem átti samtalið við Jóa flutti til ameríku og Ágúst nær
ekki sambandi við hann til að fá söguna staðfesta. Hann er því ekki sá sem
vitnar um söguna, heldur Jóhann hreppstjóri Gunnlaugsson sem segir: „ég
votta það, að ég var á engjum og heyrði glögt, þegar Tryggvi Jónsson, mágur
minn, spurði Drauma-Jóa um hrútana í sögu þessari, og er þar sagt rétt
og satt frá, eftir því sem ég man.“ Vert er að hafa í huga að atvik sögunnar
gerðust 33 árum áður en Ágúst ritaði bókina, og að engin vottun er fyrir
seinna skiptinu þegar Drauma-Jói er spurður um hrútana og nær, samkvæmt
sögunni, að staðsetja þá. Hinn vitnisburðurinn er frá tveimur mönnum „sem
raunar voru hvorki sjónar né heyrnarvottar að atburðunum,“40 sem staðfesta
að hafa heyrt í sínu ungdæmi söguna um að hrútarnir hefðu fundist eftir til-
vísun Drauma-Jóa.
Ágúst álítur það vera trúverðugleikaúrskurð þegar menn skrifa á blað að
þeir hafi heyrt söguna í sínu ungdæmi og þá álitið hana sanna. Hann rekur
líka nöfn fleiri aðila sem heyrðu söguna og staðfesta að hún sé sannleikanum
samkvæm en komu þó ekki sjálfir að atvikunum. Kannski þykir mikilvægt
að fyrsta sagan af Drauma-Jóa sé talin sönn til að réttlæta rannsóknirnar
39 Lista yfir allar sögurnar er að finna í efnisyfirlitinu; Ágúst H. Bjarnason, Drauma-
Jói, bls. 225.
40 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 54.