Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 236
„GUð ER DAUðUR EN HANN vEIT ÞAð EKKI“
207
langar!“ Sérhvert barn sem er ekki heimskt (og sjaldnast eru börn heimsk)
ber undir eins kennsl á gildruna sem felst í þessu eftirlátssama viðhorfi. Að
baki því sem virðist vera frjálst val leynist krafa og í henni er að finna jafnvel
meiri kúgun en í kröfu hefðbundna föðurins. Ekki er nóg með að í kröfunni
sé undirliggjandi skipun um að heimsækja ömmuna heldur ber barninu að
framfylgja skipuninni sjálfviljugt og af fúsum og frjálsum vilja. Falskt frjálst
val af þessu tagi er ruddaleg skipun frá yfirsjálfinu (e. obscene superego injunc-
tion), skipun sem sviptir barnið meira að segja innra frelsi með því að skipa
því hvað það eigi að vilja gera – ekki bara hvað það eigi að gera.
Áratugum saman hefur sígildur brandari gengið á milli Lacanista, en
hann útskýrir hvernig þekking Hins skiptir sköpum. Maður nokkur heldur
að hann sé frækorn og er færður á geðsjúkrahús. Læknar þar reyna eftir
fremsta megni að sannfæra hann um að hann sé ekki korn heldur maður
og tekst það að lokum. Þegar hann hefur „læknast“ (er sannfærður um að
hann sé maður en ekki frækorn) er honum leyft að fara af sjúkrahúsinu en þá
bregður svo við að hann kemur undir eins aftur skjálfandi á beinunum. Fyrir
utan dyrnar er hæna og hann óttast að hún muni éta hann. „Kæri vinur,“
segir læknirinn, „þú veist ósköp vel að þú ert ekki frækorn heldur maður.“
„Auðvitað veit ég það,“ svarar sjúklingurinn, „en veit hænan það?“ Í þessu
er að finna það sem sannarlega er í húfi í sálgreiningu og sálgreiningarmeð-
ferð. Ekki dugir að sannfæra sjúkling um dulvituð sannindi, sjálf dulvitundin
verður að meðtaka sannindin.
Hið sama gildir um marxísku kenninguna um blætiseðli vörunnar:
vara virðist við fyrstu sýn sjálfsagður og hversdagslegur hlutur.
Greining hennar sýnir, að hún er mjög undarlegur hlutur, full af
háspekilegri hártogun og guðfræðilegum heilabrotum.5
Marx heldur því ekki fram að gagnrýni eigi að sýna fram á hvernig vara,
sem virðist dularfull guðspekileg eining, hafi í raun orðið til úr „hversdags-
legum“ ferlum í lífi fólks eins og venja er í orðræðu upplýsingarinnar. Þvert
á móti staðhæfir hann að verkefni gagnrýninnar sé að grafa upp „háspeki-
lega hártogun og guðfræðileg heilabrot“ í því sem við fyrstu sýn virðist að-
eins hversdagslegt viðfang. Blætiseðli vörunnar (sú trú okkar að vörur séu
töfragripir gæddir frumspekilegum mætti) býr ekki í huga okkar og hvernig
við (rang)skynjum raunveruleikann heldur í samfélagslegum raunveruleika
okkar sem slíkum. Með öðrum orðum, þegar marxisti hittir borgaralegan
5 Karl Marx og Friedrich Engels, „Blætiseðli vörunnar og leyndardómur þess“,
Úrvalsrit, I. bindi, Reykjavík: Heimskringla, 1968, bls. 210.