Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 3
MARTEINN SINDRI, STEINAR ÖRN, GUÐRÚN OG SIGRÚN MARGRÉT
6
„innan frá“ vandast málin.3 Slóvenski heimspekingurinn Alenka Zupančič
telur raunar að erindi sálgreiningarinnar í samtímanum sé ekki síst fólgið í
því hvernig kenningin tekst á við þær þverstæður sem hljótast af skörun þess
líffræðilega og þess menningarlega:
Ef gera ætti glögga grein fyrir því hvert viðfangsefni sálgreiningar-
innar er yfirleitt mætti einmitt lýsa því svo: viðfangsefni sálgrein-
ingar er svæðið þar sem þessi tvö svið skarast, það er þar sem hið
líffræðilega eða líkamlega er þegar orðið hugrænt eða menningar-
legt og þar sem menningin sprettur um leið einmitt úr ógöngum
líkamsstarfseminnar sem hún reynir að greiða úr (og veldur með
því nýjum ógöngum).4
Meginmarkmiðið með þessu hefti er hvorki að rökræða vísindalegan grund-
völl sálgreiningarinnar né gildi hennar sem meðferðarúrræðis, heldur gera
tilraun til að nálgast hana sem heimspekilega kenningu og rannsóknartæki í
hugvísindum. Greinarnar og þýðingarnar sem hér birtast eru af þeim sökum
nátengdar hugmyndasögu, verufræði, þekkingarfræði, siðfræði og túlkunar-
fræði sálgreiningar og varða ýmis viðfangsefni sem spretta upp úr stefnu-
móti siðmenningarinnar og líkamans – þar á meðal einstaklinginn og sjálfið,
kyn og kyngervi, stjórnmál og samfélag, tungumál, bókmenntir og listir.
Sjö frumsamdar greinar, einn myndaþáttur og fimm nýjar þýðingar til-
heyra þema þessa sérheftis Ritsins sem á sér satt að segja býsna langan að-
3 Sjá til dæmis Thomas Hardy Leahey, A History of Psychology. Main Currents in Psyc-
hological Thought, New Jersey: Prentice Hall, 2000, bls. 3–54 og Umberto Galim-
berti, „L’impossibilitá per la psicologia di costituirsi come scienza sul modello
delle scienze della natura“, Psichiatria e fenomenologia, Milano: Feltrinelli, 2007,
bls. 105–116. Í þessu samhengi mætti nefna nýlega þróun á fræðasviði sem kallast
taugasálgreining (e. neuropsychoanalysis) og hefur verið í sókn undanfarin ár. Þar er
fengist við að samræma þekkingu úr taugalífeðlisfræði og kenningar sálgreiningar
um virkni sálarlífsins. Forystumenn þessarar hreyfingar telja sig vera að hefja sig
upp úr andstæðunni milli hlutlægrar og huglægrar þekkingar. Þar með treysti þeir
grundvöll sálgreiningarinnar en leysi einnig þær áskoranir sem raunvísindin standa
frammi fyrir þegar tekist er á við huglæga reynslu fólks. Sjá Mark Solms og Oliver
H. Turnbull, „What is Neuropsychoanalysis“, Neuropsychoanalysis. An Interdisciplin-
ary Journal for Psychoanalysis and the Neurosciences 2/2011, bls. 133–145. Jafnframt
má benda áhugasömum á heimasíðu nýstofnaðs félag um taugasálgreiningu, https://
npsa-association.org/.
4 Alenka Zupančič, „Psychoanalysis“, bls. 457. Textinn er fenginn úr óbirtri þýðingu
Egils Arnarsonar.