Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 84
KóRaLÍNa OG MæðUR HENNaR
87
sjónarhóli sálgreiningarinnar er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að skoða
„hinn heiminn“ með sínum mörgu vistarverum sem hluta af innri veruleika
Kóralínu og þar með sögunnar; vistarverur, persónur og leikendur spretta
þar með úr ímyndunarafli hennar, ótta og þrám þar sem heimur er inni í
heimi. Saga Kóralínu félli þannig undir altæka fantasíu í líkani Mendlesohns.
að minnsta kosti er ljóst að svarið við spurningunni um hvort Kóralína sé
fantasía eða hrollvekja fer eftir því hvernig sagan er lesin. Frásagnarlíkan
Mendlesohns dregur þannig prýðilega fram hve flókin þessi litla skáldsaga
er.20
Kóralínu leiðist
Neil Gaiman hefur oft sagt frá því í viðtölum að kveikjan að sögunni um
Kóralínu sé draugasaga eftir Lucy Lane Clifford, „Nýja móðirin“, frá 1882
sem segir frá litlum systrum í sveit sem hitta dularfulla stúlku við veginn til
þorpsins.21 Hún lofar að þeim muni veitast mikil skemmtun ef þær verði svo
óþekkar að móður þeirra skilji að þær elski hana ekki lengur og fari frá þeim.
Í stað hennar muni koma ný og betri móðir sem sýni þeim merkilega hluti.
Knúnar áfram af forvitni hrekja dæturnar móður sína grátandi burt með
yngsta barnið og nýja móðirin kemur. Hún er ægileg, með skínandi augu
úr gleri og trérófu. Telpurnar flýja dauðhræddar út í skóginn bak við húsið,
draga þar fram lífið í sorg og sút – og eru þar enn.22
Karen Coats fjallar um þessa sögu og ótta barna við að móðirin hætti að
elska þau og yfirgefi ef þau rísi gegn henni. Barnið varpar þannig sinni eigin
reiði yfir á móðurina.23 Coats segir:
heims og enginn til að ráðast inn í hann, ekki hægt að fara inn og út úr honum yfir í
ævintýraheim sem er hliðskipaður honum, ímyndaður eða draumur. að mati furðu-
sagnameistarans J.R.R. Tolkiens var Lísa í Undralandi til dæmis ekki alvöru ævintýri.
Sjá J.R.R. Tolkien, On Fairy Stories, bls. 5, sótt 4. nóvember 2020 af http://brain-
storm-services.com/wcu-2005/fairystories-tolkien.html.
20 Stefán Geir Jónsson skrifaði Ba ritgerðina Förin að heiman og leitin. Bækurnar um
Blíðfinn eftir Þorvald Þorsteinsson (2019) sem byggist á frásagnarfræði Mendlesohn,
þýðing hugtakanna er frá honum komin. Sjá https://skemman.is/handle/1946/32200.
21 Sjá til dæmis: Neil Gaiman, „Kid Goth. Neil Gaiman’s Fantasies“, viðtal eftir Dönu
Goodyear, The New Yorker, 25. janúar 2010, sótt 6. nóvember 2020 af https://www.
newyorker.com/magazine/2010/01/25/kid-goth.
22 Lucy Clifford, „The New Mother“, í birtingu Weird Fiction Review, 3. nóvember
2011, sótt 12. nóvember 2020 af https://weirdfictionreview.com/2011/11/creepy-
classic-lucy-cliffords-the-new-mother/.
23 Slíkt nefnist í sálgreiningu frávarp en Sigurjón Björnsson hefur skilgreint hug-
takið með eftirfarandi hætti: „Frávarp (e. Projection; þýs. Projection) felst í því að