Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 118
TIL TUNGLSINS OG TIL BAKA
121
missinum við þá fyrrnefndu. Fyrst beinir hann viðfangshvötinni inn á við,
því næst að því sem virðist vera hið fullkomna narsisíska ástarviðfang og
loks, þegar sambandið við gervigreinda stýrikerfið misheppnast, er hann
aftur orðinn fær um að elska aðra manneskju. Á meðan á þessu sálræna bata-
ferli stendur áttar Theodore sig á því að ástæða skilnaðarins við Catherine
var ekki síst sú að „hann skildi hana eina eftir í sambandinu,“ en það bendir
til þess að hann hafi jafnvel verið ófær um að elska áður en þau slitu sambúð-
inni, að það hafi ekki bara verið afleiðing sambandsmissis, heldur möguleg
orsök. Lokaorð Samönthu – „Nú vitum við hvernig við getum elskað“ – gefa
til kynna endurheimta getu eða jafnvel nýja kunnáttu, að hann sé nú fyrst
raunverulega fær um að elska aðra manneskju. Þannig má segja að narsis-
ísk viðfangstengsl Theodores við Samönthu hafi þjónað sama hlutverki og
sambærileg tengsl barns við móður, fyrsta ástarviðfangið; þau hafi hjálpað
honum að beina hvöt sinni að raunverulegu viðfangi, að segja skilið við ok
sjálfsástar eða sjálfselsku sem getur aldrei nægt fullþroska einstaklingi.
Skortur og „félagslega viðurkennd geðveiki“ ástarinnar
Hún fangar með afdráttarlausum hætti ófullnægjuna og þá tilfinningu fyrir
skorti sem einkennir mannleg samskipti og sambönd, en aðrar manneskjur
virðast sjaldan vera viðföngin sem við vorum að leita að, þegar öllu er á
botninn hvolft. Fyrsta dæmið um misheppnaða tilraun til að tengjast ann-
arri manneskju á sér stað á andvökunóttu snemma í myndinni. Hinn niður-
brotni Theodore fer þá inn á spjallrás og leitar að símakynlífi undir nafninu
BigGuy4by4, nokkuð sem hann virðist gera reglulega þar sem leitarskilyrðin
eru vistuð í tölvunni hans. Hann byrjar að tala við SexyKitten, manneskju
sem virðist í fyrstu nokkuð eðlileg og er líka andvaka í leit að félagsskap.
Hún öskrar hins vegar, þegar leikar standa hæst, að hún vilji að hann kyrkji
sig með dauðum ketti og eyðileggur þannig stemminguna, þótt hann láti til
leiðast og lýsi því í kjölfarið með hálfgerðum hryllingi hvernig hann noti
kattarrófuna sem hengingaról þar til hún er fullnægð.53
Sambandsslit í myndinni bera vitni um sama vandamál. Vinur Theodo-
res, Amy (Amy Adams), segir honum að hún hafi reynt að halda lífi í fyrrum
53 Annað dæmi um ófullnægjandi tengslamyndun þar sem væntingar og þrár rekast á
veruleikann er blint stefnumót sem Theodore fer á með fallegri konu. Hún eyði-
leggur sömuleiðis stemminguna þegar þau eru við það að fara heim saman með því
að leiðbeina honum nákvæmlega um það hvernig hann eigi að kyssa hana og biðja
hann svo um að skuldbindast henni með einhverjum hætti áður en þau fara lengra,
nokkuð sem hann er alls ekki tilbúinn til að gera á þeim tímapunkti.