Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 181
BJaRnI M. BJaRnaSOn
260
inu gekk einn maður í einu og leit í bækurnar. Ekki vissi stúlkan til
hvers það var. Gekk þetta allt með mestu spekt […]83
„Draumur stúlkunnar“ í safni Einars Guðmundssonar er sami draumur og
draumur Jóa í bréfinu til Ágústs sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1936.
Eftir samanburð á draumunum vakna óhjákvæmilega nokkrar spurningar:
hvort dreymdi Jóa þennan draum, eða nafnlausu stúlkuna? Eða dreymdi
hvorugt þeirra um að svífa upp að höll himinblámans? Fyrst draumurinn
er tilbúningur, að minnsta kosti í öðru tilvikinu, getur hann þá ekki allt eins
verið uppspuni frá rótum? Gildir þá einu varðandi trúverðugleika sögunnar
þótt í henni megi greina áhrif frá Ágústi H. Bjarnasyni, hvað varðar að láta
trúverðugleikavottun fylgja. Undir lok frásagnarinnar segir sögumaðurinn
um nafnlausu stúlkuna á nafnlausa bænum; „Varð stúlka þessi aldrei reynd
að öðru en áreiðanleik til orðs og æðis.“84
Ekki er útilokað að Drauma-Jói hafi byrjað að eiga samskipti við umhverfi
sitt upp úr móki þegar hann lá í taugaveiki fimmtán ára, eins og heimildir
geta um, hafi svo haldið því áfram síðar þegar hann hafði náð heilsu, og hafi
spunnið upp allar sögur sínar í slíku ástandi. Tekið er fram af bæði Ágústi H.
Bjarnasyni og Hólmsteini Helgasyni hve lítið Jói var gefinn fyrir að ræða um
gáfu sína, hve hógvær hann var er að henni kom.85 Sú lýsing fellur þó ekki
83 Einar Guðmundsson, Íslenskar þjóðsögur, 5 bindi, Reykjavík: Leiftur, 1932-1947,
III, bls. 99–103.
84 Einar Guðmundsson, Þjóðsögur og þættir, I bindi, Reykjavík: Skuggsjá, 1981, bls.
142–144, hér bls. 143. Hér er sem hugmynd Jóhannesar sé að skálduð góð stúlka
geti verið einslags trúverðugleikavottun í veruleikanum. Hugmyndin er þá að saga
geti sannað sig sjálf, sem er öfugt við í sýn Ágústs H, eins og sést í neðanmálsgrein
8. Sagan, „Draumur stúlkunnar“, leiðir líka hugann að skýrustu hliðstæðunni við
Drauma-Jóa sem fannst í alþýðlegum fræðum um þjóðtrú í grúskinu fyrir þessa
grein: „Séra Jónas á Hrafnagili hefur sagt þessa sögu: Einn mann hef ég þekkt,
vinnumann einn fátækan og lítilsigldan, Guðmund að nafni í Litluhlíð í Skagafirði
milli 1870-80, og var hann á milli tvítugs og þrítugs. Hann hafði draumkonu og
talaði upp úr svefni um ýmislegt það, sem enginn skyldi ætla að hann vissi. Hann
var smali og fylgdi fé, en þegar hann vantaði, þurfti hann aldrei annað en fleygja sér
út af og sofna, því að þá sagði draumkonan honum til kindanna, og svo sótti hann
þær. Síðar heyrði ég sagt, að draumkonan hefði verið farin að skrökva að honum, en
hvernig það hefur verið eða hvort hann hefur þá átt skammt eftir ólifað, veit ég ekki
um.“ Árni Óla, Huldufólk, Reykjavík: Setberg, 1973. bls. 173.
85 Samskonar aðferð við að skapa trúverðugleika, sem gefur innsýn í að sannleikurinn
tengist persónu þess sem talar, má oft sjá, til dæmis hjá Ágústi í ritgerð hans „Rann-
sókn dularfullra fyrirbrigða“: „Próf. Janet er ekki fyrir fullyrðingar, en fullyrðir þó,
að hann geti búið til miðil úr hverjum móðursjúkum manni, enda hefir hann eins og
nú skal sýnt gert þetta hvað eftir annað.“ Ágúst H. Bjarnason, „Rannsókn dularfullra
fyrirbrigða“, bls. 28.