Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 255
ANN BElFORD UlANOv
226
samhangandi heild, með sameiginlegum táknum, samfélags gleði og sorgar,
skýrleika og vandamála, sigra og taps.
Margt kristið fólk sem veltir því fyrir sér hvort það sé í reynd til eitthvert
líf sálar eða anda, eða einhverskonar innri vídd trúarlífs þess, reynir mark-
visst að setja sig í þjónustu veraldar sinnar, vegna þess að þar eygir það von
um að trúin fái einhverju breytt til batnaðar. Einlægur áhugi þess til að hjálpa
öðrum blandast efa, stundum örvæntingu um að trú á Guð geti komið á ein-
hverri breytingu í lífi þess sjálfs. Trúarlíf sumra er steindautt og þjónusta við
aðra verður að nauðsynlegu skjóli: vonin verður að svalandi uppsprettulind.
Þeir gleyma ströngum skilaboðum Ágústínusar um að „sá sem ekkert á hefur
ekkert að gefa“. Þeir gera þau mistök að sjá ekki hversu fölsk sú sýn er að
halda að hið persónulega og hið samfélagslega séu andstæður. Ef Guð er til
og ef hann lætur sér annt um fólk, þá hlýtur reynsla af nærveru Guðs innra
með okkur að leiða til reynslu af nærveru Guðs í heiminum: sá sem skynjar
verk Guðs í heimi okkar mun óhjákvæmilega verða að dýpka innri skynjun á
Guði hvort sem er í sál eða anda.
Það persónulega og það félagslega eru ekki aðskildir veruleikar. Þegar
við aðgreinum þá, þá gerum við ráð fyrir að félagslega víddin sé einhvers-
konar ekki-ég vídd. Þannig er það aldrei. Félagslega víddin er ólík persónu-
legu víddinni aðeins hvað varðar magn: Hún er heimur margra ég-a en ekki
heimur sem er handan við ég-in. Því er ekki víst að í hinu félagslega felist
minni eigingirni eða meiri góðgirni en í málefnum einstaklingssjálfsins
eins og staðreyndir félagslegs staðfesta því miður – óháð hversu stór eða
smár hann er. Þau sem beita sér í félagslegum málum á kostnað þeirra ein-
staklingsbundnu skortir oft réttlæti og sanngirni í eigin hópi, og sérstaklega
gagnvart þeim sem þau greinir á við. Þau sýna af sér sömu tvöfeldni, hræsni,
og virðingarleysi fyrir öðrum og þau skynja hjá þeim sem þeir hamast gegn.
Kærleikurinn verður endilega því ekki meiri þó að hópur myndist um mál-
stað hans, fremur en að aukin vitund án tengsla við dulvitundina rækti raun-
verulegt andlegt líf.
Það sem er nauðsynlegt hverju málefni, hvort sem það er einn (ein sál í
einu) eða hreyfing (sem innifelur stóra hópa fólks) sem ber málefnið fyrir
brjósti, er lifandi innri tenging við hinn lifandi anda — vitund og dulvitund
— og viðurkenning á raunverulegri eða mögulegri uppfyllingu sálrænna
möguleika annarra. Þá sjáum við að við erum innbyrðis tengd öðrum órofa
böndum. Með því að sækja heiðarlega út fyrir sjálfið út á djúp ekki-ég-sins má
breikka reynsluna. Samúð er lítils virði í samhengi félagslegs réttlætis þegar
hún lokar á það góða í einstaklingnum eins og Kierkegaard hefur sýnt fram