Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 89
DaGNý KRISTJáNSDóTTIR
92
Ritgerð sína skrifaði Freud í samræðu við geðlækninn Ernst Jentsch sem
hafði komist að þeirri niðurstöðu árið 1906 að óútskýrður ótti manna beinist
aðallega að hinu óþekkta. Grein Freuds hefst á eins konar upphitun þar sem
hann fer í gegnum orðabókaskýringar á þýska hugtakinu das Unheimliche.
Hann kemst að þeirri niðurstöðu að hugtakið feli í sér keðju merkinga sem
lúti allar að hinu leynda (þýs. heimliche) og heimilinu (þýs. heimisch) því að hið
ókennilega búi þar sem síst skyldi. Það býr ekki í því sem við þekkjum ekki,
heldur þvert á móti í því þekkta og persónulega sem hefur verið bælt og
vísað til hinnar duldu vitundar.33
Freud notar smásöguna „Der Sandmann“ (1816) eftir Ernst Theodor
amadeus Hoffmann sem greiningartexta í ritgerðinni.34 Sagan byggir á
bernskuminningu stúdentsins Nataníels sem var hræddur með hryllingssög-
um um Sandmanninn sem blindar lítil, óþekk börn með því að kasta sandi
í augu þeirra og hirðir svo augun. Frásögnin af hinum lánlausa Nataníel er
löng og flókin eins og mörg ævintýri Hoffmanns en hrein fjársjóðskista fyrir
Sigmund Freud og aðra sálgreinendur, tónskáld, rithöfunda og listamenn.
óttinn leikur aðalhlutverk í grein Freuds; óttinn við blindun, aflimun og
geldingu; við tvífara og rof markanna milli hins lifandi og dauða sem eru iðu-
lega rofin í „Der Sandmann“. Skýrasta dæmið um það í Kóralínu, eru skjól-
stæðingar hennar – vofur barnanna sem hin móðirin rændi sálum sínum og
drap.
aðalpersónan í „Der Sandmann“ er stúdent og ástfanginn af hinni fögru
dóttur prófessorsins, ólympíu. allir dá hana. Þegar stúdentinn uppgötvar að
hún er vélmenni missir hann vitið. Sérdeilis ókennilegar eru að mati Freuds
aflimanir af öllu tagi, afhöfðun, afhöggnar hendur sem eru afar viðbjóðslegar
vegna þess að þær tengjast geldingarduldinni.35 Ekki verða þær geðslegri
ef þær fara að lifa eigin lífi knúnar áfram af illum vilja fyrri eiganda en eins
og við munum komast að verður slíkur hryllingur bæði andstyggilegur og
spaugilegur í lok Kóralínu.
Önnur ókennileg upplifun sem Freud lýsir, er endurtekningaráráttan
sem býr í dulvitundinni og kemur frá elstu og frumstæðustu hvötum frum-
33 Sigmund Freud, „Hið óhugnanlega“, bls. 225–232.
34 Sögur E.T.a. Hoffmann eru fullar af dulúð og hrolli og höfðu mikil áhrif á sínum
tíma, meðal annars á ævintýrasmiðinn H.C. andersen. ævintýrið Skugginn er listi-
leg útfærsla á hryllingi tvífaraminnisins og Snædrottningin fjallar um barn sem Snæ-
drottningin blindar með ísnálum, svo nokkuð sé nefnt.
35 Sigmund Freud, „Hið óhugnanlega“, bls. 222.