Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 177
BJaRnI M. BJaRnaSOn
256
eða verkanir af hálfu framliðinna. Hann andmælir ekki niðurstöðunum en
fremur skýringunum og röksemdafærslunum þeim að baki og furðar sig á
hversu lítinn gaum andatrúarmenn gefa þeim vísindalegu rannsóknum sem
farið hafi fram á þessum fyrirbrigðum og skýringatilraunum vísindanna, og
kveðst vilja bæta þar úr.71 Því verkefni vinnur hann áfram að í bókinni um
Drauma-Jóa.
Ágúst leggur undir í könnun sinni undirstöðuatriði trúarlegrar heims-
myndar og vonast til að geta varið klassíska hugmynd um sál og möguleika
hennar til framhaldslífs. Hann er uppi á tímum þegar söguleg skil hafa orðið
milli rökhyggju og trúarbragða,72 skil sem margir reyna að bregðast við.
Sjálfur gerir hann það með þeim hætti að reyna að skýra andlegan veruleika
með röklegum hætti, líkt og höfundar á sviði dulspeki gera oft. andreas B.
Kilchner segir um slíka viðleitni: „Meginspennan í díalektík dulspekilegrar
þekkingarfræði er á milli þekkingar og trúar.“73 Átök samtíma Ágústs, sem
hann tekur fullan þátt í, hverfast nokkuð „um tilkall ólíkra orðræðna nútímans
– spíritisma, djúpsálarfræði og segulmagnsfræði – til vísindalegs þekkingargildis.“74
Ágúst skrifar inn í hugmyndaleg átök síns samtíma. Það framandgerir
texta hans nokkuð fyrir nútímalesanda að hann talar til andatrúarmanna, og
gengur oft út frá að margskonar dulræn fyrirbrigði sem lesandanum þykir
ekki sjálfsagt að séu raunveruleg, hafi verið staðfest að séu til, en aðeins þurfi
að skýra þau, og þá með öðrum hætti en andatrúarmenn gera. Rökræða
hans í textanum er því ekki við hlutlausan lesanda heldur við fulltrúa anda-
trúarmanna. Til að mynda ræðir hann í kafla um fjarspyrnu og fjarmótun í
ritgerðinni „Rannsókn dularfullra fyrirbrigða“, þá meintu getu miðla til að
hreyfa hluti úr fjarlægð og móta loftmyndir, og ræðir hvernig andatrúar-
menn fari algerlega villur vegar í útlistunum sínum.75 Gegn þeim teflir hann
sem skýringu því sem hann kallar sannreynt fyrirbæri, útflæði frá miðlinum,
dulþræði sem teygist úr fingurgómunum þegar þeir hreyfa hluti, en út um
flest op líkamans þegar þeir móta loftmyndir svo sem af blómum, mönnum
71 Ágúst H. Bjarnason, „Rannsókn dularfullra fyrirbrigða“, bls. 2.
72 alex Owen, The Place of Enchantment. British Occultism and the Culture of the Modern,
Chicago/London: The University of Chicago Press, 2004, bls. 245.
73 andreas B. Kilchner, „Sjö þekkingarfræðilegar tilgátur um dulspeki“, þýð. Benedikt
Hjartarson, Ritið 1/2017, bls. 179.
74 Benedikt Hjartarson, „Bak við skýlu skilningarvitanna. Um andatrú, vísindi og firð-
mörk sálna“, Raddað myrkur, ritstj. Karlotta J. Blöndal, Reykjavík: Harbinger, 2015,
bls. 249–264, hér bls. 253.
75 Ágúst H. Bjarnason, „Rannsókn dularfullra fyrirbrigða“, bls 38–9.