Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 96
KóRaLÍNa OG MæðUR HENNaR
99
legri upplifun og á sér engan stað í hinni táknrænu reglu. Úrkastið er þannig
hvorki fast né fljótandi, hvorki viðfang né gerandi, það tilheyrir hvorki dul-
vitundinni né vitundinni. Kristeva lýsir áhrifum þess sem ósjálfráðu, líkam-
legu viðbragði, eins og þegar maður ætlar að drekka staðna mjólk og finnur á
vörum skán sem ekki á að vera þar. Maður kúgast, kannski ælir maður, reynir
að kasta ógeðinu út úr líkamanum. Úrkastið tengist þannig frumstæðu lagi
sálarlífsins, sem Kristeva kallaði Hlutinn, og er ótáknanlegt. Kristeva segir:
ókennileikinn skellur á manni, öflugur og skyndilegur, og þó hann
gæti hafa verið kunnur í óskýru og gleymdu lífi, er hann núna að
ofsækja mig af því hann er aleinn og andstyggilegur. Ekki ég. Ekki
það. Heldur ekkert annað. „Eitthvað“ sem ég þekki ekki aftur sem
neitt. Hlass af merkingarleysi, og ekkert í því er einskis virði og það
er óviðráðanlegt. á mörkum þess að vera ekki og ofskynjana, komið
úr veruleika sem myndi eyða mér ef ég viðurkenndi hann. Þar
verða úrkastið og úrköstunin mér til bjargar. Upphaf menningar
minnar.48
Í leit sinni að sálum vofubarnanna og hinum raunverulegu foreldrum sem
hin móðirin hefur rænt fer Kóralína úr rými í rými í hinu húsinu og rekst
á torkennilega, hálfformaða eða formlausa óskapnaði, hvorki dýr né menn
heldur einhvers konar lifandi blendinga eða óskilgreinda lífmassa frá „verk-
stæði“ hinnar móðurinnar, knúna áfram af vilja skapara síns. Þannig finnur
hún formlausa tvíhöfða veru í eggjapoka í köngulóarvefnum í hinu leik-
húsinu, nokkurs konar sýndarleikhúsi sem hin móðirin töfrar fram til að
skemmta Kóralínu. Þar þarf hún að stinga hendinni gegnum slímvafninga
köngulóarinnar til að ná sál eins barnsins úr höndum fyrirbærisins.
Þess ber að geta að Kóralína reynir að gera hinn föðurinn að banda-
manni sínum þegar gamanið kárnar. Eins og raunverulegi faðirinn er hann
ljúfur og stendur með Kóralínu á meðan hún gerir ekkert sem móðurinni
mislíkar. áður er sagt að Kóralína er mjög elsk að raunverulega pabba sínum
og hann að henni. Hún segir kettinum að hún dáist að hugrekki hans og
styrk. En á meðan samband hennar við móðurina hefur slíkt ofurvægi er
hlutverk föðurins líka í uppnámi. Kóralína getur ekki tengst honum, hvorki
á jákvæðan né neikvæðan hátt, á meðan hún er jafn óörugg um sjálfa sig og
48 Julia Kristeva, Powers of Horror. An Essay on Abjection, Leon S. Roudiez þýddi, New
York: Columbia University Press, 1982, bls. 2–3.