Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 50
LáTIð FLæðA
53
Í þeim verufræðilegu álitamálum sem varða einhyggju og tvíhyggju dylst
einnig vandinn um þá siðferðilegu viðleitni að skýra allt það sem dulvitundin
skilar frá sér með skírskotun til handanlægra hugmynda á borð við Ödip-
usarlíkanið. Deleuze og Guattari líta á hvers kyns handanvísun af þessu tagi
sem trúarlega viðleitni – slík vísun felst alltaf í því, að mati þeirra, að „ein-
hverju trúarlegu er lætt inn í dulvitundina“54 þar sem ekkert slíkt var fyrir.
Þannig er hinn frumlægi sköpunarmáttur skertur, íveran er látin blandast
því handanlæga, siðfræðin víkur fyrir siðferðinu – og komin er til sögunnar
dulvitund sem trúir í stað þess að framleiða.55 Þegar Ödipus kemur inn á
sviðið með öllu sínu hafurtaski er hinu fjölbreytta og síkvika flæði langana-
vélanna, sem er fullkomlega jákvætt og skapandi, á svipstundu skipað undir
merki goðsögunnar um geldinguna. en í sakleysi sínu einkennist dulvitund-
in af margþættri (og eftirsóknarverðri) vanþekkingu: „hún veit ekkert um
geldinguna, né heldur um Ödipus, og á sama hátt veit hún ekkert um for-
eldra, guði, lögmálið, vöntunina…“.56 Það er einmitt í þessu samhengi sem
kleyfhuginn öðlast það sem kalla má verufræðilegt gildi í augum Deleuze og
Guattari. Hann er dæmi um mannlegan einstakling sem hreinlega kærir sig
kollóttan um allt það sem sálgreiningin þarf nauðsynlega á að halda til að
hún fái starfað. Þegar sálgreinandinn, sem hlýtur í þessu samhengi að birtast
sem fulltrúi hins samfélagslega valds, biður kleyfhugann að segja á sér deili –
„nafn, faðir, móðir!“57 – eða ætlast til þess að hann svari öllum spurningum
á sama hátt – „pabbi, mamma, ég!“58 – yppir kauði öxlum eða svarar út í hött
og segir til dæmis eins og frægur listamaður sem var Deleuze og Guattari
hugleikinn: „Ég, Antonin Artaud, ég er sonur minn, faðir minn, móðir mín,
og ég.“59 Þannig lætur kleyfhuginn ekki takmarka aðgang sinn að uppsprett-
unni sem hann stendur í svo sérstöku sambandi við; hann viðheldur nálægð
sinni við raunina60 og fyrir vikið má hann heita „hinn altæki framleiðandi“,61
fulltrúi þeirrar óbeisluðu framleiðslu sem dulvitundin er.
Jafnframt stendur skeytingarleysi kleyfhugans um frumhugtök sálgrein-
54 Sama rit, bls. 8.
55 Sama rit, bls. 72.
56 Sama rit, bls. 71.
57 Sama rit, bls. 20.
58 Sama rit, bls. 30.
59 Sama rit, bls. 21.
60 Sbr. sama rit, bls. 104–105. Raunin er hugtak frá Lacan sem vísar til þess hluta veru-
leikans sem býr handan tákna og ímynda. Sjá nánar í grein Sigrúnar Ölbu Sigurðar-
dóttur hér í heftinu.
61 Sama rit, bls. 13.