Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 231
JULIA KRISTeVA
202
fram úr birtingarmynd mótsagnar sem ekki er hvikað frá (hatur og ást), áður
en hún er sett í orð, jafnvel í flogaveikiseinkennum. Hún er óleysanleg og
festir sjálfsveruna í eins konar afhleðslu (rétt eins og hún getur fengið aðra
til að missa stjórn á sér). Hina skálduðu úrvinnslu unglingsins á erfiðleikum
sínum með líkama og nafn föðurins má túlka sem tilraun til að greina hið
óljósa samband hins unga Dostojevskís við sinn einráða föður. Samkvæmt
einni tilgátu var hann drepinn í bændauppreisn en það virðist hafa komið
af stað fyrstu krampaeinkennunum sem tóku sig aftur upp við enn verri
meðferð í fangabúðunum. Skáldsagan Karamazov-bræðurnir fjallar líka um
föðurinn og sektarkenndina, bræður og samkynhneigð þar sem þráin hverf-
ist alltaf um föðurímyndina. en það er í Unglingnum sem þetta viðfangsefni
á best heima og þar sem umfjöllunin um hana er milliliðalaus, innan fjöl-
skyldu.
Hrifmáttur hins óharðnaða og hins óþroskaða
Þegar nútímaskáldsagan varpar fram spurningum um sig sjálfa eða dregur
í efa gildi, að sjálfsögðu föðurleg gildi, samfélags fullorðinna, er ljóst að
höfundurinn er hrifinn af unglingspiltinum eða unglingsstúlkunni. Það á
við um nabokov og verk hans Lolita (1955) eða Gombrowicz og verk hans
Trans-atlantique (1950) og Pornographie (1958). Það er engar ýkjur að höf-
undarnir finna þannig leið til að tjá misdulda sýnihneigð sína eða samkyn-
hneigð. Samsömun sögumannsins við þá eða þann sem hann hrífst af á sér
stað í þessum textum og ekki síst vegna þess að unglingar komast undan
flokkum staðlaðra perversjóna. Þeir birtast höfundunum sem metafórur þess
sem enn er ómótað: tálmynd þess sem kemur á undan tungumálinu eða af
hinum óákveðna líkama.
Gombrowicz helgar allt verk sitt leitinni að frásagnarformi sem hæfir
flæði reynslunnar þar til hún deyr út í málstoli eða í fáránleikanum (Cosmos,
1964) og því getur hann skrifað að „Formið passi ekki við kjarna lífsins“.14
Hann lofsyngur „hið formlausa, hið óæðra og hið óþroskaða sem tilheyrir
fyrst og fremst öllu því sem er ungt, það er segja öllu því sem lifir.“15 Hann
stillir heillandi heimi unglinganna – Ignace, Karol, Hénia – upp andspænis
heimi fullorðinna, jafnvel þeirra sem eru hvað mest barokk (eins og per-
„Dostoïevski, Freud et la roulette“ í Théorie des exceptions, Folio, Gallimard, 1986,
bls. 57–74.
14 Journal, 1953-1956, Bourgeois, 1981, bls. 171.
15 Sama rit, bls. 259.