Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 81
DaGNý KRISTJáNSDóTTIR
84
og einföld og siðferði þeirra sömuleiðis. Hin saklausa en vanmetna hetja er
góð og fær umbun í lokin, illfyglin eru vond og fá makleg málagjöld. Barnið
tengist söguhetjunni og getur yfirfært ótta sinn og kvíða, reiði og árásargirni
á hinar illviljuðu ófreskjur sem ógna hetjunni en er útrýmt í sögulok. Form-
laus ótti barnsins hefur þá fengið form, kvíði breytist í spennu og þá verður
spennulosun og samtalsmeðferð möguleg.
Í greininni sem hér fer á eftir er fjallað um nútímaævintýrið Coraline
(2002) eftir Neil Gaiman, Kóralína í íslenskri þýðingu Margrétar Tryggva-
dóttur (2004).11 afar mikið hefur verið skrifað um bók Gaimans og sam-
nefnda bíómynd sem Henry Selic gerði eftir henni. Kenningar sálgreining-
arinnar hafa verið áberandi í fræðilegri umræðu um bókina frá upphafi og
eftirfarandi grein styðst einnig við þann kenningaramma. aðallega er byggt
á kenningum Sigmunds Freud og Juliu Kristevu auk femínískrar gagnrýni
Barböru Creed. Fjallað verður um samband mæðra og dætra í bókinni og
þroskasögu Kóralínu sem er ellefu ára. Hún er að verða kynþroska og ungl-
ingur, og þar með gengur hún inn í síðari hluta Ödipusarflækjunnar þar sem
viðfangsval einstaklings og kynjasamsömun er staðfest og þrá hans fundinn
farvegur. Þetta er ef til vill átakamesta og afdrifaríkasta tímabilið í þróun
persónuleika og sjálfsmyndar fólks og einkennist af óvissu og ókennileika
sem einnig er fjallað um.
Kóralína – fantasía eða hrollvekja?
Kóralína er nútímaævintýri og það tók Neil Gaiman tíu ár að skrifa hana.12
Sagan fór sigurför um heiminn, hlaut mikið lof bæði höfunda og gagnrýn-
til. Um skáldsögur Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna, Reykjavík: Bókmenntafræði-
stofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 1996, bls. 59–65. Bókina má finna sem
rafbók í opnum aðgangi á vef Þjóðarbókhlöðunnar með slóðinni https://baekur.is/
bok/000081441/Kona_verdur.
11 Hér er stuðst við eftirfarandi útgáfur: Neil Gaiman, Coraline, Dave McKean mynd-
skreytti, London: Bloomsbury Publishing, 2002 og Neil Gaiman, Kóralína, Mar-
grét Tryggvadóttir þýddi, Dave McKean myndskreytti, Reykjavík: Mál og menning,
2004. Þýðingin er ekki gallalaus en mestan part lipur og góð. allar tilvísanir til
bókarinnar í meginmáli vísa til íslensku þýðingarinnar með blaðsíðutali í sviga nema
annað sé tekið fram í neðanmálsgrein.
12 Fjögurra ára dóttir hans, Holly, vildi fá að heyra draugasögu og Gaiman ákvað að
fljótlegast væri að skrifa slíka sögu fyrir hana. Önnur verk tóku yfir, sagan fékk að
liggja en faðirinn bætti við hana öðru hvoru og þegar hann loksins lauk henni var
Holly orðin unglingur en yngri dóttirin, Maddy, fimm ára. Sjá: „Neil Gaiman Inter-
view“, viðtal eftir Gavin J. Grant, Indiebound.org, sótt 15. júlí 2020 af https://www.
indiebound.org/author-interviews/gaimanneil.