Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 156
DRaUMa-JÓI, RannSÓKn 3
235
Jóa vel, taldi að draumgáfa hans, eða fjarskyggnin sem hann var frægur fyrir,
hafi verið ættarfylgja sem blundað hafði nokkra ættliði, en komið fram í
Jóa. Hún hafi verið samskonar eiginleiki og menn þeir í Íslendingasögunum
bjuggu yfir sem sagðir voru forvitrir.7
Undirtitill bókar Ágústs H. Bjarnasonar um Drauma-Jóa er Sannar sagnir
af Jóhannesi Jónssyni frá Ásseli, tilraunir o.fl. Í þessari ritgerð er aðferð Ágústs
við að kanna sannleiksgildi sagnanna um Drauma-Jóa könnuð, og íhugað
hvort einhverju megi bæta við spurninguna um hvort Jói sjálfur hafi verið sá
marktæki sögumaður sem Ágúst taldi hann vera.
Forsaga rannsóknar
Guðrún Björnsdóttir frá Presthólum (1853-1936) var fyrst til að segja Ágústi
sögur af Drauma-Jóa veturinn 1905-6. Guðrún sat í bæjarstjórn Reykjavíkur
og var einn af stofnendum Kvenréttindafélags Íslands, en hafði á yngri árum
verið í fóstri hjá móðurbróður sínum á Langanesi.8 Eftir nokkurra ára bú-
setu í Kaupmannahöfn sneri hún aftur heim, kvæntist 1884 og settust hjónin
að á Langanesi þar sem þau bjuggu í rúma tvo áratugi, en á þeim tíma var
Drauma-Jói virkastur sem sjáandi. Á engjaslætti á Ytra-Lóni norðaustur af
Sauðanesi 1881 var hann fyrst spurður út úr í svefni, en það gerðist reglu-
lega upp frá því.9 allt frá því að Jói veiktist af taugaveiki tólf ára gamall tók
hann eftir að hann gat haft upp á týndum hlutum í draumum ef hann ein-
7 Sama rit, sama stað.
8 Björg Einarsdóttir, Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, I. bindi, Reykjavík: Bókrún,
1984, bls. 166–168.
9 Þegar hugað er að því hvernig Ágúst kemst að niðurstöðum um trúverðugleika
sagna um Drauma-Jóa, þá er áhugaverður texti í frumhandritinu að verkinu tengdur
þessum fyrsta þekkta draumi Jóa, texti sem Ágúst strikar yfir, og birtist því ekki í
bókinni. Í handritinu segir: „En ekki hefir Tryggvi um svarað syni sínum frekar
heldur en mér, og má honum þó vera sagan einna minnistæðust, þar sem hann ein-
mitt varð fyrstur manna til þess að uppgötva draumgáfu Jóa og gaf með þessu tilefni
til, að farið var að spyrja Jóa í svefni. En einnig þetta ber vott um, að sagan muni vera
sönn. Því hefði það, sem Jói sagði um hrútana, reynst markleysa, þá hefðu menn naumast
farið að trúa svo á Jóa og frásagnir hans eins og þeir gerðu. Ekki var það þó, að sjálfs hans
sögn, nærri alltaf rétt, sem hann sagði í svefninum, en þó oft á þeim árum.“ Hið yfir-
strikaða efni, hér skáletrað, gefur til kynna að hann íhugar hvort rökfræðilega gangi
upp að draga ályktun um sannleiksgildi sagna út frá því að Jói hafi verið spurður, og
endurspurður, vegna þess að árangur, sem á eftir að sanna, hafi verið til staðar frá
byrjun. Slíkur hugsanagangur gæti leitt til þeirrar ályktunar að sögurnar af Drauma-
Jóa sönnuðu sig sjálfar, vegna þess hve margar þeirra fjalla um árangur af fjarskyggni
hans. Hver sem ástæðan kann að vera, þá hverfur Ágúst frá þessum hugsanagangi,
og strikar þetta út. Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, handrit, LBS.417.nF, bls. 44.