Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 220
UnGLInGSSKÁLDSAGAn
191
ómeðvitað innihald skrifi sig raunverulega inn í tungumálið
og láti unglingnum finnast hann, loksins og í fyrsta skipti á
ævinni, nota lifandi orðræðu, sem er ekki innantóm, sem er
ekki „eins og“. Skáldaði textinn er raunverulegri en hugarór-
arnir og hann býr til nýja, lifandi sjálfsmynd. Ætla má að trú
guðleysingja eins og Majakofskí á endurfæðingu hafi hvílt á
reynslu hans af skrifum.
3. Að komast hjá dómi hins. Þar sem skrifað er fyrir sjálfan sig
vernda skrifin þann sem skrifar undan áhrifum fælnistilfinn-
inga. Um leið og þau gera honum kleift að endurmóta sinn
sálræna hugarheim, hlífa þau honum við því að mæta raun-
veruleikanum. Sálrænn ávinningur þess er augljós. Hann vekur
þó spurningu um tengslin við raunveruleikann í upplifun þess
sem skrifar og að sjálfsögðu í meðferðinni þegar hún styðst við
texta hans.
Ég ætla að segja hér stuttlega frá 18 ára sjúklingi sem ég hitti vikulega í við-
talsmeðferð. Hugarórar eru varla til staðar í hennar tilfelli en hún fær iðu-
lega ranghugmyndir og framkvæmir í samræmi við þær. Hún þráir að ganga
í lögregluna og daðrar og reynir stöðugt við allar tegundir lögreglumanna.
Í upphafi meðferðarinnar talaði Anne, án nokkurrar fjarlægðar, aðeins um
þessa þrá, ranghugmyndirnar og það sem hún hafði gert. Í yfirfærslunni
og með því að undirstrika að hún, rétt eins og ég, gæti skrifað um ást, fór
sjúklingurinn að teikna myndasögur sem sýndu líf lögreglumanna og ástar-
ævintýri þeirra. Smátt og smátt viku hljóðgervingar fyrir orðum og sam-
tölum sem urðu æ flóknari. „Þetta með löggurnar, það er eins og draumur,
skáldsaga,“ sagði hún. Á næsta stigi ímyndar Anne sér að hún semji texta við
ástarsöngva, en á ensku. Við getum tekið eftir því að hún notar teikningar
og síðan erlent tungumál til þess að komast að æ nákvæmari framsetningu
á ómeðvituðu innihaldi. næst eru það bréfasendingar til sálgreinandans og
þar koma kveinstafir og sálrænn sársauki mun skýrar í ljós. Í viðtölum, þar
sem Anne kemur með bréfin og önnur skrif, breytist orðræða hennar. Hún
verður flóknari, kröfur hennar eru ekki eins ágengar, ef til vill þunglyndis-
legri en um leið fágaðri. Skrifin hafa komið í stað „lögregluvaldsins“. Þessi
skrif, sem „standa vörð um friðinn“, eru vissulega tímabundin en mér virðist
sem þau hafi skapað svigrúm fyrir Anne til að ná tökum á minningum sínum
um fortíðina.