Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 116
TIL TUNGLSINS OG TIL BAKA
119
narsisisma“ og ræðir þær í samhengi við virkni hvatarinnar þegar við upplif-
um missi. Freud lítur svo á að það sé heilbrigt að syrgja eftir að viðfangstengsl
rofna, en að sorgarferli loknu ætti hugveran loksins að geta flutt hvötina frá
gamla viðfanginu og yfir á nýtt. Slíku er ekki að fagna ef hugveran leggst
í þunglyndi eða geðlægð eftir samskonar missi: þá er hvötinni ekki beint
að öðru viðfangi, heldur er hún „dregin til baka inn í sjálfið“.47 Samkvæmt
þessu gufar hvötin aldrei einfaldlega upp við viðfangsmissi, heldur verður
hún að beinast að einhverju, ýmist að nýju viðfangi eða að hugverunni sjálfri,
með tilheyrandi sársauka. Freud kemst að þeirri niðurstöðu að hinn þung-
lyndi staðni í sorgarferlinu, geti ekki sleppt viðfanginu eða beint hvötinni í
nýjan farveg. Þessi hindrun á bataveginum hrindir af stað samsömun með
glataða viðfanginu; viðfangshvötin beinist innávið, þangað sem viðfangið
situr í vissum skilningi fast og verður til þess að hinn þunglyndi álasar ástar-
viðfanginu (sem nú er orðið hluti af honum) í gegnum sjálfsásakanir.48
Eins og komið hefur fram á Theodore í erfiðleikum með að jafna sig á
fyrrverandi konunni sinni í upphafi myndar. Áhorfendum verður strax ljóst
að Theodore er niðurdreginn, en þetta er látið í ljós með talsverðum húmor,
til dæmis þegar hann er á leið heim úr vinnu í upphafsatriði myndarinnar og
hann veltir sér uppúr eigin vanlíðan með því að biðja tölvuna sína um að spila
„dapurlegt lag“ (e. melancholy song). Hann hefur bæði misst áhugann á um-
heiminum sem og getuna til að taka sér nýtt ástarviðfang, en hvort tveggja
er einkennandi fyrir sorgarferlið.49 Hann upplifir almennt áhugaleysi, er
hættur að njóta vinnu sinnar og kemur í veg fyrir tengslamyndun með því að
halda öruggri fjarlægð frá öðru fólki; einangrar sig við tölvuleikjaspilun og
stundar símakynlíf með ókunnugum. Vinnan fyrir BeautifulHandwrittenLet-
ters.com gerir ástandið síst betra, enda sýna listilega skrifuð ástarbréfin sem
hann semur fyrir viðskiptavinina svart á hvítu hversu vel hann stendur sig
þegar viðkemur samböndum annarra, á meðan honum mistókst að hlúa að
sínu eigin hjónabandi.
Titill myndarinnar, Hún, vísar ekki einungis til Samönthu, þótt hún sé
vissulega rómantísk kvenhetja myndarinnar; stór hluti framvindunnar tekur
með beinum eða óbeinum hætti á ástarsorg Theodores eftir skilnaðinn við
Catherine. Ástarsagan um Theodore og Samönthu leysir vandann sem hann
stendur frammi fyrir í upphafi myndar, þegar hann er fastur, svo veikur af ást
og söknuði að hann getur ekki sleppt Catherine. Tvö bréf draga fram upphaf
47 Sama heimild, bls. 68.
48 Sama heimild, bls. 68.
49 Sama heimild, bls. 62–63.