Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 162
DRaUMa-JÓI, RannSÓKn 3
241
er að Ágúst geri sér grein fyrir því að könnunin er í frjálslegri kantinum því
kómískt element fær að fljóta með í skýrslunni:
„(Ég) Spyr: Sérðu nokkuð? – Læknirinn (votturinn að rannsókn-
inni) líka sofnaður og hann svarar Já! En Jói engu. Læknirinn vakn-
aði þó þegar.“29
Það að aðstoðarmaðurinn glaðvaknar segir lesandanum að til-
raunin er enn tekin alvarlega. En eftir að læknirinn fer klukkan
fjögur að nóttu, heldur rannsóknin þó áfram án vottsins og skýrslan
greinir frá draumi Jóhannesar sem hann segir frá um fótaferðamál.
Votturinn mætir þó aftur um kvöldið:
Þann 29. júlí að kvöldi komum við læknirinn um 12 leytið inn
til Jóa. Hann var sofnaður, og nú átti læknirinn að spyrja hann og
reyna að leiða hann (með suggestion) alla leið til Reykjavíkur, af því
að hann var þaulkunnugur allri landleiðinni.30
Hér kann lesanda að þykja áherslan á að Drauma-Jói dreymi Reykjavík orðin
fullmikil. Eins er hugmyndin um að hægt sé að leiða dreymandi einstakling á
ákveðinn stað ekki jafn sjálfsögð og hún virðist í textanum. Ekki er sjálfgefið
að draumur byrji á Vopnafirði, þar sem hinn dreymandi sefur, hann gæti rétt
eins byrjað í Reykjavík. Líta má á viðleitnina til að leiða dreymandi einstak-
ling í huganum frá staðnum þar sem hann sefur, á annan stað í fleiri hundruð
kílómetra fjarlægð, sem tilraun í sjálfu sér. Sú tilraun, inni í tilrauninni, er
með því eftirminnilegra sem Jói er látinn takast á við sumardagana þrjá á
Vopnafirði, þó að sú Reykjavík sem sérkennileg ferðasagan leiði til að lokum
sé ekki fyllilega eins og það bæjarfélag sem Ágúst þekkir; nokkuð sem er
niðurstaða út af fyrir sig, sem kanna hefði mátt frekar. Hvernig var Reykja-
vík Drauma-Jóa, sem þangað kom aðeins í draumi?
29 Sama rit, bls. 192. allt eins líklegt er þó að lýsingin sé ekki ætluð sem kómískt inn-
legg, heldur sýni áherslu Ágústs á að skrá allt sem fram fer.
30 Sama rit, bls. 197. Læknirinn títtnefndi á Vopnafirði, Ingólfur Gíslason, hefur
sérstaka nærveru í verkum fyrstu sálfræðidoktora Íslands þar sem þeir fjalla um
drauma. Í bók sinni, Svefn og draumar, greinir dr. Björg Þorláksdóttir frá draumi
Margrétar K. Jónsdóttur, sem ber heitið „Bílslysið í Berlín“, sem hún hefur úr
Morgni, tímariti Sálarrannsóknarfélagsins. Margréti þessa dreymir Ingólf Gísla-
son staddan í Berlín, þar sem hann er við það að verða fyrir bíl, og vaknar upp
mjög áhyggjufull. Samkvæmt frásögninni staðfestist svo að einmitt á sama tíma og
hana dreymir þetta, var Ingólfur hætt kominn úti á götu í Berlín, nokkuð sem hann
vottar í nákvæmri frásögn í bréfi sem er birt í bókinni. Björg Þorláksdóttir, Svefn og
draumar, bls. 150.