Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 65
SIGRÚN ALBA SIGURðARDóTTIR
68
Vitsmunalegar tilraunir til að takast á við skelfinguna sem heltekur líf
konunnar koma fyrir lítið. Það eina sem slær á skelfinguna er kynlíf, full-
næging, og það er ekki vegna þess að hún sem kona sé fyrst og fremst á valdi
nautnarinnar og hins líkamlega, eins og sumir gagnrýnendur hafa viljað
halda fram, heldur vegna þess að hún leggur allt í sölurnar til að endur-
heimta þá tilfinningu sem heltók hana á því augnabliki þegar hún skynjaði
hættuna. Þessi tilraun til að endurheimta hið afgerandi augnablik birtist í
óslökkvandi þrá eftir líkamlegri fullnægingu. Þrátt fyrir að konan sé ófær um
að rifja upp það sem átti sér stað – atburðurinn er eins og gat eða svarthol
í minningum hennar – þá hefur líkaminn engu gleymt. Hann þráir að snúa
aftur til hins afgerandi augnabliks, upplifa þjáninguna að nýju til þess eins
að endurheimta raunina sjálfa, fylla upp í holrúmið með orðum og táknum,
og geta þannig haldið áfram að lifa með minningunni en ekki á valdi hennar.
Líkaminn
Minningar okkar samanstanda eins og áður sagði ekki aðeins af orðum,
táknum og vitsmunalegum tengingum heldur búa þær einnig í líkamanum.23
Í þessu sambandi getur verið gott að hugsa út fyrir tvíhyggjuna sem að-
greiningin á huglægum og hlutlægum veruleika byggir á. Að hugsa um það
sem Martin Heidegger kallaði þarveru (þýs. Dasein), að hugsa um veruhátt
manneskjunnar sem eitthvað sem felur í sér „veruskilning sem fer á undan
kenningasmíð“, að hugsa um manneskjuna sem veru sem upplifir heiminn
ekki utan frá heldur upplifir hún sig sem hluta af heiminum.24 Eða eins og
Intrusive Past. The Flexibility of Memory and the Engraving of Trauma“, Trauma.
Exploration in Memory, Cathy Caruth ritstýrði, Baltimore og London: The Johns
Hopkins University Press, 1995, bls. 158–183, hér bls. 160–164. Sjá jafnframt: Car-
uth, Unclaimed Experience, bls. 6 og bls. 62–63. Hér er einnig með óbeinum hætti
vísað í þann greinarmun sem Proust gerði á meðvituðum minningum (fr. mémoire
volontaire) og ómeðvituðu minni (fr. mémoire involontaire). Sjá Marcel Proust, Í leit að
glötuðum tíma. Leiðin til Swann I og II, Pétur Gunnarsson þýddi, Reykjavík: Bjartur,
1997 og 1998. Sjá enn fremur Sigrún Alba Sigurðardóttir, „Magðalenukökur. Um
fortíð og framtíð í sagnfræði samtímans“, Frá endurskoðun til upplausnar. Tvær próf-
ritgerðir, einn formáli, þrjú viðtöl, sjö fræðigreinar, fimm ljósmyndir, einn eftirmáli og
nokkrar minningargreinar af vettvangi hugvísinda, Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór
Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon ritstýrðu, Reykjavík: Miðstöð einsögu-
rannsókna og ReykjavíkurAkademían, 2006, bls. 329–347, hér bls. 333–336.
23 Um þetta fjallar Paul Ricoeur í Memory, History, Forgetting, Kathleen Blamey og
David Pellauer þýddu, Chicago: The University of Chicago Press, 2004.
24 Dan Zahavi, Fyrirbærafræði, Björn Þorsteinsson þýddi, Reykjavík: Heimspekistofn-
un og Háskólaútgáfan, 2008, bls. 53.