Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 64
AFGERANDI AUGNABLIK
67
sem hefur lent í hættu, án þess að vera undir hana búinn“, skrifaði Freud.19
Konan í kvikmynd Triers er ekki kvíðin, hún er hrædd, hún er skelfingu
lostin. Hún kvíðir ekki framtíðinni einfaldlega vegna þess að hún er hel-
tekin af skelfingunni sem hefur búið um sig í henni og tengist óljósri vitund
hennar um það sem raunverulega átti sér stað á hinu afgerandi augnabliki.
Tráma hefur oft verið tengt við það áfall sem tengist skyndilegu fráfalli
einhvers nákomins (eins og tilvikið er í Andkristi). Trámað er þá ekki aðeins
tengt missinum sem fylgir andlátinu heldur einnig þjáningunni og samvisku-
bitinu sem felst í því að lifa af á meðan aðrir deyja. Þessu hafa einstaklingar
sem upplifað hafa stríðsátök gjarnan lýst.20 En trámað tengist einnig annars
konar samviskubiti og þeirri áleitnu spurningu hvort hægt hefði verið að
grípa inn í og koma þannig í veg fyrir dauða annarra. Cathy Caruth hefur
líkt þessu við tilfinninguna sem felst í því að vakna og átta sig um leið á því
að hafa vaknað augnabliki of seint og misst þar af leiðandi af einhverju mikil-
vægu sem erfitt er að átta sig fullkomlega á hvað var.21 Í Andkristi er hinn
trámatíski atburður samofinn samviskubiti konunnar og þeirri yfirþyrmandi
tilfinningu að hún hafi vaknað, eða komið til sjálfs síns, andartaki of seint.
Raunveruleg úrvinnsla konunnar þarf að beinast að þeim tilfinningum
sem tengjast hinu trámatíska augnabliki, augnablikinu þegar móðirin skynj-
aði hættuna en brást ekki við. Lars von Trier lýsir því með áhrifamiklu mynd-
máli hvernig þetta augnablik er horfið úr meðvitund konunnar og hvernig
sorgarferli hennar snýst í raun um að endurheimta þetta afgerandi augna-
blik. Líkaminn vill muna en meðvitundin vísar þessu augnabliki á brott. Hið
afgerandi augnablik er á einhvern hátt ekki meðtekið af vitundinni – það
verður ekki svo auðveldlega hluti af hinu meðvitaða minni – hins vegar sest
það að í líkama einstaklingsins, býr um sig í hinu ómeðvitaða.22
19 Sama rit, sama stað.
20 Þetta er meðal annars niðurstaðan af rannsókn sem ég vann fyrir sýninguna Heima-
Heiman í Ljósmyndasafni Reykjavíkur haustið 2008 og byggðist á viðtölum við
flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi. Um þetta fjallaði ég einnig í fyrirlestrinum
„„Af ástæðuríkum ótta“. Konur sem hælisleitendur“, Hádegisfyrirlestur á vegum
RIKK (Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði) í Háskóla Íslands, 24. febrúar 2010.
Margir listamenn sem vinna með trámatíska úrvinnslu í verkum sínum hafa fjallað
um samviskubit eftirlifenda og má í því sambandi nefna skáldsöguna Örlögleysi eftir
Irme Kertész sem kom út árið 1976, kvikmyndina Shoah eftir Claude Lanzmann frá
árinu 1985 og teiknimyndasöguna Maus eftir Art Spiegelman. Maus birtist fyrst árið
1973 en var gefin út í tveimur heildstæðum hlutum árin 1986 og 1992.
21 Cathy Caruth, Unclaimed Experience. Trauma, Narrative, and History, Baltimore og
London: The Johns Hopkins University Press, 1996, bls. 62–65.
22 Sjá góða umfjöllun um þetta hjá Bessel A. van der Kolk og Onno van der Hart, „The