Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 105
GUðRÚN ELSA BRAGADóTTIR
108
teflir Freud dauðahvötinni fram andspænis lífshvötinni: „Lífshvötin teng-
ist kynhvötinni eða þránni eftir því að tengjast öðrum, en dauðahvötin er
árásar- og eyðileggingarhvöt.“21 Því mætti segja að orðin „sjálfslífshvöt“ og
„viðfangslífshvöt“ feli í sér tvítekningu; hvöt sem beinist ýmist að sjálfi eða
viðfangi í samhengi ástarhagkerfisins hlýtur að falla undir flokk lífshvatanna.
Þó er önnur og mikilvægari ástæða til að tala einfaldlega um hvöt.
Hún er sú að það er ákveðnum vandkvæðum bundið að ætla sér að skilja
dauðahvötina á einfaldan hátt frá lífshvötinni. Í fyrsta lagi mótast hvatalífið
snemma og lætur illa að stjórn. Maðurinn er valdalaus gagnvart þeim við-
föngum sem lífshvöt hans beinist að og sá möguleiki er alltaf til staðar að
hún valdi honum kvíða eða óhamingju.22 Freud nefnir sjálfur að kynhvötin
geti verið svo óstýrilát að sjálfinu takist hvorki að bæla hana né göfga, með
þeim afleiðingum að vellíðunarlögmálið yfirbugar veruleikalögmálið svo
skaði hlýst af.23
Að lokum má nefna að þótt Freud hafi þrjóskast við að aðskilja lífshvöt og
dauðahvöt allt frá því að „Handan vellíðunarlögmálsins“ kom út árið 1920,
átti hann erfitt með að hafna fyrri hugmyndum sínum um þátt árásargirni
í kynhvötinni.24 Vísbendingu um þetta má meðal annars finna í Undir oki
siðmenningar, sem kom út tíu árum síðar. Þar heldur hann þeim möguleika
opnum að ekki sé hægt að kenna siðmenningunni einni um óhamingju og
kynferðislega ófullnægju einstaklingsins; að hugsanlega geti kynhvötin sjálf
unnið gegn manneskjunni. Hann bendir jafnframt á að stundum sé eins og
21 Alda Björk Valdimarsdóttir, „„Á frátekna staðnum fyrir mig.“ Ást og dauði í Tíma-
þjófnum í ljósi sálgreiningar“, Ritið 2/2006, bls. 143–162, hér bls. 148.
22 Trevor C. Pederson, The Economics of Libido. Psychic Bisexuality, the Superego, and
the Centrality of the Oedipus Complex, London: Karnac Books, 2015, bls. 1–2. Þessi
skilningur á kynhvötinni birtist í viðhorfi Freuds til samkynhneigðar, sem hann
leit ekki á sem sjúkleika sem nauðsynlegt væri að lækna, þótt hún gæti vissulega
valdið einstaklingnum sársauka þegar hann mætir fordæmingu fjölskyldu sinnar eða
samfélagsins. Freud tjáir þessa afstöðu árið 1935 í svarbréfi til bandarískrar móður
sem leitaði ráða hjá honum, áhyggjufull vegna samkynhneigðs sonar síns, sjá Ernest
Jones, The Life and Work of Sigmund Freud, vol. III. The Last Phase, 1919-1939, New
York: Basic Books, 1957, bls. 195. Sjá einnig: Sigmund Freud, „The Psychogenesis
of a Case of Homosexuality in a Woman (1920)“, The Standard Edition of the Comp-
lete Psychological Works of Sigmund Freud 18, London: Vintage, 2001, bls. 145–172.
23 Sigmund Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins“, Ritgerðir, þýðandi Sigurjón
Björnsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2002, bls. 81–147, hér bls. 88.
24 Leo Bersani, The Freudian Body. Psychoanalysis and Art, New York: Columbia Uni-
versity Press, bls. 37. Bersani ræðir uppruna þessara hugmynda í Þremur ritgerðum
um kynverundina, þar sem Freud bendir á „grimmd – sérstaklega kvalalosta og sjálfs-
kvalalosta – í kjarna kynverundar barna.“