Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 86
KóRaLÍNa OG MæðUR HENNaR
89
M ST
I
Bókmenntafræðingurinn David Rudd túlkar þetta dularfulla myndverk
Kóralínu sem frásagnarspegil (fr. mise an abyme) yfir sjálfsmyndarvanda
hennar þar sem fyrstu persónufornafn hennar (I) er skilið frá samhengi bók-
stafanna og fellur niður úr táknmyndinni – eða er stuggað burt úr henni.27
Rudd bendir á að annars vegar megi túlka þetta sem táknun á einmanaleika
Kóralínu og hins vegar að „ég“ er ekki til í táknkerfinu án samkomulags við
það.28 Nálægt hugtakinu „mist“ á ensku er líka þátíð sagnarinnar „miss“ eða
„missed“ (saknað, horfin). Það speglar grunntilfinningu telpunnar í upphafi
bókar.
Ödipusarflækjan er átakasvæði í þróun barnsins þegar það er þriggja til
fimm ára. Það samanstendur af tveimur hlutum: jákvæðri flækju, þar sem
drengurinn elskar móðurina og þráir að drepa föðurinn og giftast móður-
inni eins og segir í goðsögninni um Ödipus konung, og neikvæðri flækju,
það er drengurinn elskar föðurinn og sýnir móðurinni afbrýði og andúð.
Laplanche og Pontalis segja að hér sé form þríhyrningsins mikilvægast í
því að hann setji barnið í neðsta hornið, í tveimur efri hornunum sé annars
vegar nærtækasta viðfangsval þess, móðirin, hinum megin séu lögin (bannið
gegn sifjaspellum) í höndum föðurins. að fyrstu lögin beinist gegn nær-
tækustu svölun óskarinnar læsir þetta tvennt saman órjúfanlega, og hér
vitna þeir Laplanche og Pontalis til Lacan.29 Lögin gegn sifjaspellum eru
tengd við forna goðsögu og Freud talar um þau eins og þau hafi fallið af
himnum ofan en séu ekki sprottin úr samfélaginu. Fyrir honum er það mjög
mikilvægt að þessi lög séu hafin yfir samfélagsgerð eða tímabil, þau eigi að
vera óhagganleg, vera upphafspunktur. Þrár einstaklinga og lögin fara ekki
endilega saman en eru órjúfanlega tengd, eins og kenningar Lacans sýna. Í
kenningum Freuds er þríhyrningurinn meginmál en honum fylgja jafnframt
átök meðal annars milli kynhneigða.
27 Nánari umræðu um hugtakið frásagnarspegill má finna í Jón Karl Helgason,
„Deiligaldur Elíasar. Tilraun um frásagnarspegla og sjálfgetinn skáldskap“, Ritið
3/2006, bls. 101–130. MIST er þýtt sem ÞOKa í þýðingu Margrétar Tryggvadóttur,
Kóralína, bls. 25 og fangar því engan veginn margræðni myndarinnar sem frásagnar-
spegils.
28 David Rudd, „an Eye for an I. Neil Gaiman’s Coraline and Questions of Identity“,
Children’s Literature in Education 39: 2008, bls. 159–168, hér bls. 160.
29 Sjá Jean Laplanche og Jean-Bertrand Pontalis, The Language of Psycho-Analysis,
London: The Hogarth Press og the Institute of Psycho-analysis, 1985, bls. 286.