Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 128
131
MEnnIRnIR FLJÓTa ÚT
muni eiga sér stað við missi né gerist það með náttúrulegum hætti; það þarf
ætíð að fara fram einhvers konar sorgarúrvinnsla. Það má til að mynda gera
sér í hugarlund að margir þeirra sem hér birtast á ljósmynd hafi horfið með
öllu í hafið og því ekki víst að lík hafi verið til staðar þegar jarðarför eða
minningarathöfn fór fram, og það gæti staðið í vegi fyrir sorgarúrvinnslunni
að vita ekki hvar viðkomandi hvílir í raun. Til að koma eðlilegu sorgarferli
af stað getur hjálpað að reisa minnismerki eða setja saman minningarrit, og
einn megintilgangur útgáfunnar, sem getið er hér að framan, virðist vera
fólginn í því að reyna að átta sig á og syrgja það sem hver og einn hefur misst
á sameiginlegum grundvelli. Þannig getur persónulegt og félagslegt sorgar-
ferli átt samleið og komið saman, þar sem „okkar eigin aðgangur að sorg
þiggur aðstoð frá því að við skynjum að aðrir eru líka að syrgja“.6 Í slíku ferli
leika ljósmyndirnar lykilhlutverk í því að sjá að það sem maður hefur sjálfur
misst er sambærilegt við missi annarra.7
Þó er það svo að þegar við lítum allar þessar myndir af látnum sæfar-
endum – handleikum umslögin og flettum í gegnum myndasafnið – þá er
það ekki aðeins fjöldinn sem er sláandi heldur öll andlitin sem stara til baka
á okkur, því þegar ljósmyndir eru tengdar við dauðann með þessum hætti
verður augnaráðið sem brennt er inn í myndina sérstaklega áleitið. Ekki
ósvipað þeirri tilfinningu sem norska ljóðskáldið Tor ulven lýsir í Sorpsólinni:
1997, bls. 35. Það er athyglisvert að Freud tengir ljósmyndun aðeins við hlutlæga
eiginleika upprifjunar og minnis, ekki hið ómeðvitaða á sviði hins sjónræna líkt og
Walter Benjamin gerði í „Saga ljósmyndunar í stuttu máli“, Fagurfræði og miðlun,
Hjálmar Sveinsson þýddi, Reykjavík: Háskólaútgáfan og Bókmenntafræðistofnun
Háskóla Íslands, 2008, bls. 483–511.
6 Darian Leader, The New Black. Mourning, Melancholia and Depression, bls. 75.
7 Jay Ruby hefur sagt að „til þess að sætta sig við missi ástvinar, þá þurfum við að lof-
syngja líf hans eða hennar. að minnast hins látna með ljósmynd virðist mjög skyn-
samleg leið til að leiða það verkefni til lykta.“ „Memorial Photography“, Secure the
Shadow. Death and Photography in America, Cambridge: The MIT Press, 1995, bls.
113–157, hér bls. 157. Frekari umræðu um hvernig ljósmyndir hafa verið notaðar í
tengslum við dauðann er að finna í bók Rubys. Það er velþekkt hvernig ljósmyndir
hjálpa til að syrgja missi og hvernig þær geta aðstoðað í sorgarferlinu. Í því sam-
bandi mætti nefna og velta fyrir sér fleiri gerðum myndbirtinga látinna einstaklinga
þegar þeir voru á lífi, eins og til dæmis myndir á legsteinum, í minningargreinum
og framan á sálmaskrám, en slíkar myndbirtingar hafa lengi tíðkast og ekki þótt jafn
viðkvæmar og myndir af látnum einstaklingum. Sjá einnig Geoffrey Batchen, Þegar
þú þetta sérð. Ljósmyndun, saga, minning, Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands, 2004.