Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 85
DaGNý KRISTJáNSDóTTIR
88
Þetta er óhugnanleg viðvörunarsaga sem virkar vel af því að hún
höfðar til raunverulegs ótta bernskunnar: „Hvað ef þrár mínar
ganga fram af móður minni? Hvað ef hún hættir að elska mig?
Hvað ef Grýla, sem étur mig, kemur í hennar stað. Eða það sem
verra er – að ég verði að afsala mér því sem ég vil eða afsala mér ást
hennar ella?“24
Eftir að Kóralína og foreldrar hennar flytja í bleika húsið, hefur hún engan
til að leika sér við og leiðist alveg ógurlega – foreldrar hennar eru önnum
kafnir og vinna heima við tölvur sínar. Undir slíkum kringumstæðum er
ekki ólíklegt að ellefu ára dóttir gæti hugsað sér að fá nýja og skemmti-
legri móður eins og telpurnar í áðurnefndri draugasögu Lucy Lane Clifford.
Móðir Kóralínu hefur bannað henni að fara inn í stássstofuna en hún gerir
það samt og sér þá dyr á vegg sem móðirin opnar fyrir hana með lyklum
sínum. Það reynist múrað upp í þær og móðirin ítrekar bann sitt við að fara
inn í stofuna eða fikta við dyrnar. af hverju? Minnið um hinar læstu dyr,
sem ekki má opna nema hafa verra af, er alþekkt í ævintýrum og alltaf tengt
hættum og illum afleiðingum. Spurningin er: veit móðirin hvað leynist bak
við þessar dyr. Hefur hún opnað samsvarandi dyr sjálf?
Norski heimspekingurinn Lars Svendsen segir að „leiðindi eigi venjulega
upptök sín í því að við vitum ekki hvað við viljum eða neyðumst til að gera
eitthvað sem okkur langar ekki til. Hvað langar okkur í raun til að gera og
vera?“25 Þetta er vandamál Kóralínu í hnotskurn því hún þekkir ekki vilja
sinn og eftir mikinn flótta frá því að finna hvað hún vill þvinga leiðindin
hana til komast að raun um hvað það er. Foreldrarnir vilja ekki gera það
fyrir hana. Mamman segir henni að teikna til að drepa tímann og Kóralína
reynir að teikna hvíta þokuna fyrir utan gluggann og sýnir mömmu sinni.
„afar framúrstefnulegt, elskan“ segir mamma hennar (25). Neðst á blaðið er
skrifað smáum stöfum:26
einstaklingur vill einhverra hluta vegna ekki kannast við eigin hugmyndir/hugsanir
heldur ætlar öðrum þær. Þetta er frumstæður varnarháttur sjálfsins og uppistaða
ofsóknarhugmynda eða paranoiu.“ Sigurjón Björnsson, „Lítil orðabók með skýr-
ingum“, í Sigmund Freud, Ritgerðir, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2002,
bls. 326–349. Ég vek athygli á þessu stuttorða en gagnorða hugtakasafni Sigurjóns
sem er einkar notadrjúgt fyrir áhugamenn um sálgreiningu.
24 Karen Coats, „Between Horror, Humour, and Hope. Neil Gaiman and the Psychic
Work of the Gothic“, The Gothic in Children’s Literature. Haunting the Borders, New
York: Routledge, 2008, bls. 77–93, hér bls. 86.
25 Lars Svendsen, A Philosophy of Boredom, London: Reaktion Books, 2005, bls. 19.
26 Neil Gaiman, Coraline, bls. 26.