Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 6
ARFLEIFð FREUDS
9
Freud hafði komist í tæri við sefasýki árið 1885 þegar hann dvaldi eina
önn á Salpêtrière sjúkrahúsinu í París við fótskör franska geðlæknisins Jean-
Martins Charcot sem var heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar á þessum tíma.
Charcot var þeirrar skoðunar að karlmenn gætu hrjáðst af sefasýki, ekki síð-
ur en konur, og beitti umtalsvert mannúðlegri meðferðarúrræðum en ýmsir
aðrir læknar á 19. öld. Engu að síður beindist athyglin á Salpêtrière fyrst og
fremst að kvenlíkamanum og hinum sýnilegu, líkamlegu einkennum. Char-
cot dáleiddi gjarnan sjúklinga sína til að nota þá sem sýnidæmi í kennslu en á
sjúkrahúsinu var líka sérstök ljósmyndastofa. Þar voru teknar ljósmyndir sem
orðið hafa víðfrægar en eru jafnframt til vitnis um rótgróna hlutgervingu og
sjúkdómsvæðingu kvenlíkamans í vestrænni menningarsögu.11 Með tilliti til
aðferða Charcots og margra annarra samtímamanna mörkuðu rannsóknir
Breuers og Freuds viss tímamót – í stað þess að einblína á líkamleg einkenni
sefasjúklinganna fóru þeir að leggja við hlustir.12 Þeir héldu, að minnsta kosti
framan af, að sjúklingunum batnaði af sefasýkinni við það eitt að rifja upp
og segja frá reynslu sinni og ályktuðu í Fimm sjúkdómstilfelli sefasýki að „[s]
efasjúklingar þjást fyrst og fremst af minningum.“13
herþjónustu í hildarleik heimsstyrjaldarinnar sneri til baka af vígstöðvunum illa
hrjáður af einkennum sefasýki. Það leiddi til róttækrar endurskoðunar á viðtekinni
þekkingu og markaði að einhverju leyti upphaf nútímageðlækninga (e. psychiatric
modernism). Sjá til dæmis Elaine Showalter, The Female Malady. Women, Madness
and English Culture 1830–1980, New York: Pantheon Books, 1985 og Andrew Scull,
Hysteria. The Disturbing History, Oxford: Oxford University Press, 2009. Ísland var
hér engan veginn undanskilið. Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur hefur gert
rannsóknir á útbreiðslu sefasýkisgreininga á Íslandi fyrir og eftir aldamótin 1900.
Niðurstöður hans má meðal annars lesa í nýlegu erindi af kvennasöguþingi í Stokk-
hólmi. Sjá Sigurgeir Guðjónsson, „The hysteric women of Iceland in the late 19th
century“, Gender, History, Futures. Report from the XI Nordic Women’s and Gender
History Conference, Stockholm, Sweden, August 19–21 2015, Skogh, 2018, bls. 50–58.
11 Sjá til dæmis Georges Didi-Huberman, Invention of Hysteria. Charcot and the Photog-
raphic Iconography of the Salpêtrière, Alisa Hartz þýddi, Cambridge, MA og London,
UK: The MIT Press, 2005 og Elaine Showalter, The Female Malady, bls. 1–20 og
145–164.
12 Elaine Showalter, The Female Malady, bls. 154–155.
13 Josef Breuer og Sigmund Freud, Studies on Hysteria, James Strachey þýddi og rit-
stýrði, New York: Basic Books, 1957, bls. 7, skáletur úr frumtexta. Tilvitnun fengin
úr Andrew Scull, Hysteria, bls. 138. Það voru í raun kynni Breuers af Önnu O. sem
ruddu brautina að sálgreiningu sem samtalsmeðferð. Anna O., hverrar rétta nafn
var Bertha Pappenheim, var ein þeirra fimm kvenna sem greint var frá í Fimm tilfelli
sefasýki. Þegar Breuer tók við meðferð hennar um 1880 glímdi hún við margvísleg
sjúkdómseinkenni, ofsjónir, hóstaköst, svefnleysi, lömun í hægri hlið líkamans, al-
varlegar sjóntruflanir, heiftarleg reiðiköst og málstol svo eitthvað sé nefnt. Þegar