Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 196
INNGANGUR ÞýðANDA
167
til hliðar lykilhugtökum á borð við sálarlíf og hugvera eða sjálfsvera kunni
að hafa fyrir svið sálgreiningarinnar. Þar er brýnt að hafa hugfast að skrif
Kittlers grundvallast ekki á tæknilegri nauðhyggju, heldur taka til gagnvirks
sambands vitundarlífs og tæknimiðla. Þannig verður sálgreiningin í raun
að meginstoð í skrifum Kittlers og þau hafa jafnvel verið kölluð einskonar
„miðlakenning um dulvitundina“.15 Sjálfsveran er augljóslega ekki herra í
eigin ranni í hinu framandlega miðlavistkerfi nútímans, en þeim „kjöllurum“
sem Freud taldi sig greina í dulvitund mannsins hefur verið varpað yfir á
tæknimiðlana og hefðbundnar túlkunarfræðilegar aðferðir sálgreiningarinn-
ar hrökkva þar skammt til greiningar á ókennilegum ferlum gagnaöflunar,
vistunar og fjölföldunar. Kittler víkur með beinum hætti að þessu samhengi
í greininni sem hér birtist og heldur því beinlínis fram að „gangvirki sálar-
lífsins útiloki allan skilning á hinu tæknilega“. Þar hefur hann í huga grein-
ingu Ottos Rank á úrvinnslu tvífaraminnisins í kvikmynd þögla tímabilsins,
sem Kittler segir sniðganga með öllu virkni sjálfs kvikmyndamiðilsins. Tví-
faraminnið, sem Kittler tekur til umræðu sem eina af grunnfrásögnum sál-
greiningarinnar, birtist frá öðru sjónarhorni þegar tekið er mið af ólíkum
uppritunarkerfum aldamótanna 1800 og 1900. Þannig mótast tvífaraminnið
innan ríkjandi bókmenningar rómantíska tímabilsins og það má í raun rekja
til lestrarhátta þess, þar sem samsömun lesandans og sögupersóna í bókum
var í forgrunni. Tvífari bókmenningarinnar er aftur á móti þokukennd vera
og Kittler bendir á að Wilhelm Meister, hin þekkta sögupersóna Goethes
sem leggur til grunnfrásögn þeirrar þroskasögu (þ. Bildungsroman) sem er
hornsteinn hinnar borgaralegu hugmyndar um hugveruna, er í raun „innan-
tómur eins og skissa“. eins og Kittler dregur fram eru orðin ófær um að
tákna nokkuð „einstætt“, þessi bókmenning tilheyrir tímabili þegar hvorki
passamyndir né fingrafaraspjöld eru komin til sögunnar og auðkenni ein-
staklingsins verða ekki vistuð. Þetta samhengi tvífaraminnisins setur Kittler
jafnframt í samhengi við „lestrarátakið mikla“ í evrópu, sem ætlað var að
þjálfa almenning í lestri, gera bóklestur að hnökralausu ferli þar sem sjálfir
bókstafirnir yrðu að gegnsærri tjáningu hugverunnar að baki. Um aldamótin
1900 eru skilyrðin gjörólík, hin listræna sköpun hefur vikið fyrir tæknimiðl-
um og í stað fagurfræðilegs stíls koma tæknistaðlar. Þannig er kvikmyndin
í raun miðill tvífara: „Gangverk dulvitundarinnar […] slíta sig frá mann-
fólkinu og hreiðra um sig í kvikmyndaverunum sem tvífarar látinnar sálar –
einn góleminn sem þrífótur eða vöðvakerfi, annar sem kvikmyndaræma eða
sjónhimna, enn annar sem endurlit eða minni“. Tvífarinn stígur með öðrum
15 Winthrop-Young og Wutz, „Translators’ Introduction“, bls. xxviii.