Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 211
FRIeDRICH KITTLeR
182
aðeins veitt á ímyndasviði lestrarreynslunnar birtist sem raunvera á hvíta
tjaldinu. Yfirfærslan í raunverulegan, sýnilegan heim gerir réttan lestur, sem
var ófrávíkjanlegt skilyrði á dögum Novalis, óþarfan. Fólk þarf hvorki að
vera menntað né drukkið lengur til að koma auga á tvífara. Jafnvel hinir
ólæsu, og ekki síst þeir, sjá stúdentinn frá Prag, ástkonu hans og frillu, allar
þessar „skuggakenndu og hverfulu“ verur Ranks, sem eru sem slíkar orðnar
tvífarar: drauga leikaralíkamanna á kvikmyndaræmunni.
Það þarf ekki annað en að snillingurinn Méliès komi fram og bæti við
skrásetningaraðferðir Londes eða Lumière-bræðra heilli fjársjóðskistu af
brellum, til að kvikmyndatvífarar í öðru veldi bætist við kvikmyndatvífarana
í fyrsta veldi. Með speglum og margfaldri lýsingu er hægðarleikur að sýna
þann sem leikur stúdentinn í tvítaki. Hann er vart byrjaður á skylminga-
æfingum sínum fyrir framan spegilinn þegar spegilmynd hans stígur út úr
rammanum. Óvíst er hvort þessi „sérkenni kvikmyndatækninnar“ felast í
að „sýna sálræna viðburði í mynd“, eins og Rank fullyrðir.34 Hitt er víst,
að kvikmyndunin sjálf kvikmyndar. Tvífarar kvikmyndarinnar sýna hvað
hendir það fólk sem lendir í eldlínu tæknimiðla. Vélvædd eftirmynd þeirra
er hrakin inn í gagnabanka sem vista líkama.
efnisskráin fyrir Der Student von Prag kallaði „tvöfalda söguhetjuna tján-
ingarmöguleika sem aðeins kvikmyndin getur sýnt af slíkri fullkomnun, en
leiksviðið getur ekki“.35 Í leikhúsinu hefðu stúdentinn og tvítakið orðið að
tveimur leikurum, líkt og Sósías og Merkúr allt frá tímum Plátusar, á síðum
skáldsögunnar hefðu þeir orðið að innantómri yrðingu. Sem „æðsta vanda-
mál kvikmyndalistarinnar“, eins og Willy Haas komst að orði,36 hafði tví-
farabrellan hins vegar afdráttarlaus áhrif á fyrstu kvikmyndirnar. „Stúdent“
ewers, „hinn“ í kvikmynd Lindaus, „vofa“ Hauptmanns, „gólem“ Wegeners
og Caligari Wienes, svo ekki sé minnst á óteljandi útgáfurnar af Jekyll og
Hyde – allir eru þeir tilbrigði við það sem einfaldara og nákvæmara væri að
kalla „æðstu kvikmyndabrelluna“.
Ástæðan blasir við: brellan – hvort heldur er í kvikmynd, í ástamálum
eða í stríði – er hernaðarlist valdsins. Það er aðeins í klisjum þýskra fræða
sem kvikmyndir expressjónismans gagnrýna borgaraleg lífsgildi þýska
34 Rank, Der Doppelgänger, bls. 12.
35 Hér vitnað eftir: Greve, Pehle og Westhoff, Hätte ich das Kino!, bls. 110. Um Der
Student von Prag sem kvikmyndun kvikmyndarinnar sjálfrar, sjá einnig: Jean Bau-
drillard, Der symbolische Tausch und der Tod, München, 1982 [1976], bls. 85.
36 Vitnað er í umræður um kvikmyndina Phantom (Vofan) frá 1922, sem byggir á verki
Gerharts Hauptmann, í: Greve, Pehle og Westhoff, Hätte ich das Kino!, bls. 172.