Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 201
FRIeDRICH KITTLeR
172
Auðvelt er að færa sönnur á þetta, enda er óþarfi að blaða í fleiri bókum.
Það nægir að lesa Der Doppelgänger (Tvífarann) eftir Rank. Þar lýsti hann
öllum þessum skrifborðsdraugum, þótt hann hafi ekki svipt af þeim hulunni.
„einn góðan eftirmiðdag árið 1889“ sat Guy de Maupassant „við skrif-
borðið í vinnuherbergi sínu. Þjónninn hafði skýr fyrirmæli um að ónáða
húsbóndann aldrei við vinnuna. Skyndilega fannst Maupassant eins og
dyrnar opnuðust. Hann snýr sér við og sér hvernig hann sjálfur gengur inn
og sest andspænis sér. Honum er lesið fyrir allt sem hann skrifar. Þegar rit-
höfundurinn hafði lokið vinnu sinni og stóð á fætur hurfu ofsjónirnar.“7
Það sem aðeins gat átt sér stað undir áhrifum áfengis árið 1828 verður að
sjálfsævisögulegum veruleika árið 1889. Maupassant sálgreinir sjálfan sig, líkt
og til að skýra tilurð tvífarasagna sinna, „Lui“ („Hann“) og „Horla“. Hann
greinir frá ímynduðum yfirboðara við skrifborðið, sem ratar rakleiðis inn í
skjalahirslur geðlækninganna og þaðan til Ranks. Öll vísindin um sálarlífið
fagna. en enginn spyr hvers vegna tvígengillinn birtist einmitt við skrifborðið.
Svarið má þó finna hjá Goethe sjálfum. Í Wilhelm Meisters Lehrjahre (Lær-
lingsár Wilhelms Meister) stingur barónessa söguhetjunni, eins og kunnugt
er, inn í vinnuherbergi og í náttserk greifa, til að koma konu hans elskulega
á óvart. Í hvert sinn sem tilvonandi skáldið og borgarinn hafði leikið á sviði
eða farið með ástarljóð, hafði hann nefnilega leikið fyrir greifynjuna eina,
sem „gat ekki haft augun af honum“.8 Tvífarabrellan á loks að gefa undir
fótinn ást sem er jafn leynd og hún er bókmenntaleg. Meister situr í vistar-
verum greifans, prýddur öllum táknum keppinautarins. Nýtískulegur Arg-
and-lampi frá 1793 varpar ljósi á hann – og á bókina í höndum hans. Hægt
er að sviðsetja menntun svo fullkomlega. Í stað greifynjunnar og ástvinu
skáldsins, sem lifandi myndin var ætluð, kemur greifinn sjálfur óvænt inn –
til þess eins að fá áfall sem fylgir honum alla ævi. Hann fær aldrei að vita að
tvífari hans var ekki bending frá Guði, heldur sviðsetning. Greifynjan kýs
fremur að gefa hann á vald trúarlegum ranghugmyndum en að viðurkenna
misheppnað stefnumót sitt. Afleiðing þessa fyrir greifann er röng ályktun
sem sækir á sálgreinendur enn í dag. Til að sjá tvífarann sem „vofu okkar
semur í fyrsta lagi skýrslur og í öðru lagi skáldskap (sjá Rank, Der Doppelgänger,
bls. 56). Um sögulegt baksvið og skilyrði þessa tvífara Goethes (kjarnafjölskyldu
nútímans og sjálfsást), sjá einnig: Jacques Lacan, „Der Individualmythos des Neu-
rotikers“, Der Wunderblock 5–7/1980, bls. 61–68.
7 Rank, Der Doppelgänger, bls. 55 (tilvitnun stytt). Frumheimildin fyrir þessar upp-
lýsingar var: Paul Auguste Sollier, Les Phénomènes d’autoscopie, París, 1903.
8 Johann Wolfgang von Goethe, Wilhelm Meisters Lehrjahre [1795–1796], Sämtliche
Werke, Berlín og Stuttgart: Cotta, 1902–1912, 17. bindi, bls. 203.