Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 5
MARTEINN SINDRI, STEINAR ÖRN, GUÐRÚN OG SIGRÚN MARGRÉT
8
hins líkamlega og menningarlega sem knúið hefur áfram kenningasmíði sál-
greiningarinnar, allt frá dögum Freuds og fram til dagsins í dag.
2.
Sigmund Freud fæddist árið 1856 í útjaðri austurríska-ungverska keisara-
dæmisins, í borginni Freiburg á Mæri (þ. Mähren, lat. Moravia) sem í dag
er austurhluti Tékklands.7 Hann þótti snemma afburðanemandi og valdi að
leggja stund á læknisfræði þegar hann hóf háskólanám í höfuðborginni Vín.
Raunar leit hann alla tíð á sig sem raunvísindamann, honum var mikið í mun
að gera vísindalegar uppgötvanir og að sálgreiningin öðlaðist sess sem grein
innan raunvísindanna. Freud lauk doktorsprófi aðeins 25 ára gamall en átti
litla möguleika á því að komast til metorða innan háskólakerfisins. Þar vó
þungt að hann var af gyðingaættum enda færðist andúð og hatur á gyðingum
í aukana undir lok 19. aldar í veldi Habsborgara.8 Hann opnaði því einka-
stofu við Berggasse 19 í Vín og tók til starfa sem taugalæknir.9
Freud þróaði sálgreiningu fyrir og eftir aldamótin 1900 sem vísindalega
kenningu og meðferð við kvíða, taugaveiklun, þunglyndi, depurð, ótta og
öðrum andlegum erfiðleikum sem sjúklingar hans glímdu við. Hornstein
sálgreiningarinnar lagði hann árið 1895 með útgáfu ritgerðarinnar Fimm
sjúkdómstilfelli sefasýki (Fünf Studien über Hysterie) í samstarfi við annan tauga-
lækni, Josef Breuer. Móðursýki er raunar gegnsærri þýðing á hugtakinu hys-
tería sem dregið er af gríska orðinu ὑστέρᾱ (hustérā) sem merkir (burðar)leg
eða móðurlíf. Forn-grískir læknar (og margir eftir þeirra daga) töldu nefni-
lega að sjúkdómurinn stafaði hreinlega af líffræðilegu eðli kvenlíkamans og
vísar gríska hugtakið til þeirrar hugmyndar að legið væri á ferð og flugi og
ylli margvíslegum einkennum hvar sem það bæri niður.10
fyrir tilstilli þess tiltekna hugmyndafræðilega fjölskylduforms sem „bíður“ eftir því,
eftir að það var getið.“ Sjá Louis Althusser, „Hugmyndafræði og hugmyndafræðileg
stjórntæki ríkisins (rannsóknarpunktar)“, Af marxisma, Egill Arnarson þýddi og rit-
aði inngang, Magnús Þór Snæbjörnsson og Viðar Þorsteinsson ritstýrðu, Reykjavík:
Nýhil, 2009, bls. 168–228, hér bls. 220.
7 Tékkneskt heiti borgarinnar er Příbor og þar er nú rekið safn á fæðingarheimili
Freuds.
8 Þetta hefur Sigurjón Björnsson eftir Ernest Jones, nemanda og ævisagnaritara
Freuds. Sjá Sigurjón Björnsson, „Inngangur þýðanda“, bls. 7.
9 Sjá Dagný Kristjánsdóttir, „Dóra í meðferð Freuds. Um kvenleikann sem dulvitund
sálgreiningarinnar“, Ritið 2/2003, bls. 93–111, hér bls. 96.
10 Sefasýki var á tíma Freuds afar útbreidd sjúkdómsgreining en hvarf raunar alveg af
sjónarsviðinu upp úr fyrra stríði. Þar vó þungt að fjöldi hermanna sem gegnt hafði