Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 215
FRIeDRICH KITTLeR
186
berg það sem Meyrink skrifar árið 1915. Þetta kemur til af þeirri einföldu
ástæðu að hinn mikli frumkvöðull tilraunasálfræðinnar stofnaði ný vísindi,
bæði í orði og verki: sáltæknina [Psychotechnik].
Það er ekki fyrr en með sáltækninni, með tengingu lífeðlisfræðilegra
og tæknilegra tilrauna og tengingu sálfræðilegra gagna við gögn vinnuvist-
fræðinnar, sem hægt er að setja fram kenningar um kvikmyndina (svo ekki
sé minnst á færibandavinnu og bardagaþjálfun). Münsterberg gat hæglega
sýnt fram á að leiknar kvikmyndir gerðu í fyrsta sinn í heimssögu listarinnar
mögulegt að innleiða hið taugafræðilega gagnaflæði sem slíkt. Á meðan
hefðbundnu listgreinarnar vinna með skipan hins táknræna eða skipan hlut-
anna, varpar kvikmyndin til áhorfenda þeirra eigin skynjunarferli – og það
af nákvæmni sem annars er aðeins á færi tilraunarinnar, en hvorki vitundar-
innar né tungumálsins. Münsterberg heimfærir tiltekið gangverk dulvitund-
arinnar upp á hvern einstakan þátt kvikmyndatækninnar: valbundna athygli
upp á nærmyndina, le souvenir involontaire [ósjálfráða endurminningu] upp á
endurlitið, dagdrauma upp á kvikmyndabrelluna o.s.frv.47
en stærðfræðijöfnur er hægt að leysa jafnt frá hægri og vinstri – og sjálft
heiti sáltækninnar sýnir að kenningar tilraunasálfræðinnar um kvikmyndir
eru um leið kenningar á sviði tæknimiðlunar sem fjalla um sálina. Rétt eins
og í Der Golem verður le souvenir involontaire að endurliti, valbundin at-
hygli að nærmynd o.s.frv. Gangverk dulvitundarinnar, sem fram til þessa
höfðu aðeins verið til í tilraunum með manninn, slíta sig frá mannfólkinu
og hreiðra um sig í kvikmyndaverunum sem tvífarar látinnar sálar – einn
góleminn sem þrífótur eða vöðvakerfi, annar sem kvikmyndaræma eða sjón-
himna, enn annar sem endurlit eða minni…
Münsterberg tekur jafnframt síðasta skrefið þegar hann er farinn frá
Freiburg í Breisgau til Harvard. Hann skoðar kvikmyndaverin í New York,
sem hann skrifar kenningar sínar um. Þetta er reginmunurinn á Münster-
berg og Rank, á þekkingu verkfræðingsins og sjónarhóli neytandans.
Framvinda sögunnar hefur leitt til þess að Freud – með því umboði sem
hann tekur sér sem spámaður – fær heiðurinn af öllum öðrum orðræðum.
Hugo Münsterberg bregður nú til dags aðeins fyrir í ævisögum Freuds –
undir röngu fornafni, Werner, sem einum fjölmargra áheyrenda á fyrir-
lestraferð sálgreiningarinnar um Bandaríkin 1908.48 Svona rækilega hefur
sannleikurinn um tækni miðlanna verið bældur frá því Münsterberg tók
47 Münsterberg, The Photoplay, bls. 31–48.
48 Sjá Jones, Sigmund Freud, bls. 350.