Úrval - 01.12.1944, Page 5
JÓLAFÓRNIR
3
stígur til himna eins og sam-
felldur söngur fagnandi hjartna.
Jólahelgin færist nær. Dökk-
hrynjaðar hersveitir nætur-
skugganna ryðjast fram úr
austri. Tíminn styttist, og ann-
ríkið vex, uœferðin magnast, og
dynurinn eykst.
Loks slær öllu í þögn. Heið-
skír vetrarnótt meginlandsins
hvílir hljóð og kyrr yfir borg-
um og eyðimerkurhreysum. Ös-
in er horfin af strætum borg-
anna. En póstarnir skunda um
allar götur, kíyf jaðir bréfum og
jólaspjöldum, smágjöfum og
glaðningum.
Inni í húsunum er jólunum
fagnað í mat og drykk. Borðin
eru hlaðin krásum, og drykk-
irnir freyða. Menn skiptast á
gjöfum og jólaóskum. Það er
kveikt á jólatrjánum, stjörnurn-
ar sindra í liminu, og greinarn-
ar svigna undir gjöfunum. Eftir-
vænting barnanna og hrifning
vex. Hlátrarnir óma, það birtir
í augunum. Nú nálgast hin
þráða stund, sem lætur rætast
svo margar vonir og svo gaml-
ar í barnsævinni. Jólin eru
dýrðleg stund í lífi þeirra, sem
enn eiga gleði hjarta síns. Og
hvað sem öðru líður, leitast all-
ir við að hrinda opnum öllum
hliðum, svo að birtan geti
streymt yfir líf barnanna öllum
megin frá, svo hlátrar þeirra
ómi, svo að þau fegri lífið. Þau
eru vonir mannanna.
Borgirnar hljóðna. Menn
fagna sig þreytta. Engill svefns-
ins fer yfir og innsiglar augu
mannanna, þau, sem eru björt
og brosmild, og einnig hin, sem
kunna að vera döpur og tár-
stokkin. Munu þeir vera margir,
sem í vinasamfagnaðinum við
Ijósadýrð, auð, alisnægtir og
fegurð hafa hugsað til brautar-
varðanna í eyðimörkinni miklu ?
í kofunum þar er jólanóttin eins
tómleg og allar aðrar nætur.
Þeir hafa haldið lífæð landsins
sláandi, svo jólavonir þjóðarinn-
ar fái rætzt. Sjálfir eiga þeir
engar jólavonir. Þeir eiga að-
eins í vændum þráða hvíld eftir
slitvinnu dagsins. Utan dyra
bíður skyldan, sem leiðir þá til
verks snemma næsta morgun,
meðan aðrir sofa og hvílast
eftir jólanæturfagnaðinn. Þess-
ir þögulu, stritandimennogaðr-
ír þeirra líkar bera svo mikið af
þunga mannlífsins. Fyrir því er
oft bjart og fagurt í mannheim-
um, að þessir menn halda áfram
að strita, og að bjarma verpur
þaðan, sem trúmennskan reisir