Úrval - 01.12.1944, Síða 8
6
tJRVAL
Af heimilisfeðrum kaupstað-
anna voru 18 sjómenn eða
verkamenn, 7 iðnaðarmenn, 3
aðrir starfsmenn (verzlunar-
og ritstörf) og 5 barnakennar-
ar (allir í Reykjavík).
Skýrslugerðum heimilanna
var hagað þannig, að eina viku
hvers mánaðar var vegið dag-
lega allt það, er til matar var
haft, og skráð á þar til gerð
eyðublöð, og auk þess voru
skráðir á önnur eyðublöð allir
þeir réttir, sem á borðum voru
dag hvern allt árið. Að sjálf-
sögðu skyidi skrá f jölda og ald-
ur heimafólksins og fjarvistir
þess, aðkomufólk og gestkom-
endur, er beini var veittur þær
vikurnar, sem maturinn var
veginn. Skýrslugerðin byrjaði
hjá flestum heimilanna haust-
ið 1939 og lauk um áramót'in
1940—'41.
Við útreikninga á dagsneyzlu
einstaklinganna var miðað við
fullgildan karlmann. Varð þá
fyrst að reikna út, hvað heimil-
isfólkið, karlar, konur og börn,
jafngilti mörgum karlmönnum
að fæðuþörf, og var það gert
með vísitölureikningi. Neyzlu-
þörf karlmanns er talin 3000
hitaeiningar (he) á dag, konu
2400 he., barns á sjöunda ári
1500 he., barns á fyrsta ári 600
he. og ýmsar götur þar á milli
eftir aldri. Heimili, þar sem
eru hjón með barn á fyrsta ári,
jafngildir þá tveimur karlmönn-
um að fæðisþörf (3000 + 2400
+ 600 he.).
Við rannsókn á orkumagni
fæðisins kom í Ijós, að það er
talsvert meira í sveitum en
kaupstöðum. í sveitum reyndist
það að meðaltali 3553 he.
(minnst á Kjalarnesi og Kjós
3397 he., —- mest í Dölum
3732 he.), en í kaupstöðum
3090 (minnst í Reykjavík 2801
— mest á Altranesi 3531). Til
samanburðar má geta þess, að
meðalneyzla verkamanna í
Kaupmannahöfn og fleiri kaup-
stöðum Danmerkur var 3165 he.
samkvæmt rannsóknum 1931, í
Cardiff í Englandi 3174 he.
og í Svíþjóð 3573 he. Vísitölu-
stíginn, sem notaður var í Sví-
þjóð er þó nokkuð frábrugðinn
og útkoman því hærri en ella
mundi.
Mismunurinn á einstökum
heimilum ernokkuð mikill, eink-
um í kaupstöðum, enda eru
heimilin þar ósamstæðari. Eink-
um er það áberandi, að neyzlan
virðist minnst á Reykjavíkur-
heimilunum, ‘ en aftur á móti