Úrval - 01.12.1944, Page 35

Úrval - 01.12.1944, Page 35
UNDAN OKI ÞJÖÐVERJA 33 ar, — svikarar Frakklands. Nú hefði verið ákveðið að merkja þær svo, að allir Frakk- ar vissu, hvað þær væru. Sér væri persónulega mikil ánægja að því, að krúnuraka þær. Hon- um voru fengin skæri, en ungu stúlkunni var skipað að setj- ast á stólinn, og tók unglingur- inn þegar að snoðklippa hana, — en hún hafði hár mikið og fagurt. Nú tóku áhorfendurnir að skiptast í tvo flokka. Fólkið, sem næst var konunum, komst í uppnám af ánægju, hló og klappaði lófum, þegar hárlokk- arnir féllu til jarðar. Hinn hópurinn, sem fjær stóð, horfði á þetta rneð vanþóknun. Stúlkan var föl og sýnilega óttaslegin, en bar sig vel. Hún bar höfuðið hátt og gerði fólk- ínu það ekki til geðs að kveinka sér. Það var aðeins gamla kon- an, sem ekki gat tára bundizt. Þarna var drengur um ferm- ingu, sem skemmti sér konung- lega. Hann leit til mín og sagði á ensku: „Gott? gott?“ En ég svaraði því neitandi, og bætti því við, að það væri bæði grimmdarlegt og óréttlátt. Menn höfðu haldið, að ég skildi ekki, hvers vegna þetta var gert. En nú tóku ýmsir af báðum flokkum að skýra þetta fyrir mér. Amman rak lítinn greiðasölustað, þar sem þýskir liðsforingjar höfðu haldið til, og með því að greiða „svarta- markaðs“-verð, höfðu þeir fengið þar allt það bezta, sem til var matarkyns þar í þorpinu, en vegna skömmtunar, höfðu þorpsbúar sjálfir haft matvæli af skornum skammti. Þessir foringjar hefðu síðan sofið hjá þeim mæðgunum, og greitt móðurinni fyrir. Skiptar voru þó skoðanir um dótturina. Sum- ir héldu því fram, að sá hefði einn verið munurinn á þeim, að dóttirin hefði verið metin til hærra verðs. Þeir sem misk- unsamari voru sögðu, að móð- irin bæri alía sökina. En öllum bar þó saman um, að dóttirin hefði verið skækja þýzks liðs- foringja frá því hún var fjórt- án ára gömul! Hatrið á þessum konum var sprottið af þessum sökum. Ekki það, að þær hefðu að öðru leyti verið vinveittar Þjóðverjum, heldur, að þær hefðu grætt stórfé á þessum viðskiptum við þá. Því var fleygt, að móð- irin hefði tekið 500 til 1000 franka fyrir greiða við foringj-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.